Site icon Golfsamband Íslands

Breytingar á Bakkakotsvelli

Frá 9. braut á Bakkakotsvelli. Mynd/seth@golf.is

Töluverðar breytingar verða gerðar á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal á næstu misserum. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, sem stofnaður var eftir samruna Golfklúbbs Bakkakots og Golfklúbbsins Kjalar, er með starfsemi sína á Bakkakotsvelli. Þetta kemur fram í 4. tbl. Golf á Íslandi 2015.

Í samningi sem gerður var við Mosfellsbæ í upphafi ársins 2015 verða 25 milljónir kr. notaðar af 100 milljóna kr. framlagi bæjarins til GM í uppbyggingu á Bakkakotsvelli.

Markmið er að lengja og bæta núverandi brautir ásamt því að bæta aðstöðu og aðkomu í kringum skálann. Nú er unnið að forvinnu við deiliskipulag og í framhaldi af því verða breytingar þessar hannaðar og kynntar félagsmönnum. Stefnt er að því að vinna við breytingarnar hefjist veturinn 2016 – 2017.

Nú þegar hafa verið gerðar töluverðar breytingar á 9. braut Bakkakotsvallar sem er í dag nánast eins og eyja. Breytingin tókst vel eins og sést á myndinni og er holan ein sú allra skemmtilegasta á landinu.

Exit mobile version