Mynd frá EDGA.
Auglýsing

Golfsamtök fatlaðra á Íslandi í samstarfi við GSÍ, ÍF, GS og EDGA verða með boðsmót fyrir kylfinga með fötlun í tengslum við Íslandsmótið í Golfi 2024.

Markmið mótsins er að efla mótahald innanlands fyrir kylfinga með fötlun og auka á sýnileika starfsemi GSFÍ.

Samtökin hafa starfrækt reglubundnar æfingar í samstarfi við nokkra golfklúbba undanfarin ár og þekkja til kylfinga sem þar hafa sótt starfið.

Markmiðið er að mótið verðið haldið árlega þar sem fremstu leikmönnum landsins er boðin þátttaka.

Mótið verður haldið í fyrsta skipti mánudaginn 15. júlí.

Golfklúbbar landsins eru hvattir til þess að senda ábendingar um kylfinga sem hafa áhuga á að taka þátt og uppfylla skilyrði um þátttöku í mótinu í ár. Keppendur þurfa að vera meðlimir í golfklúbbi, og með gilda forgjöf sem er 25 eða lægri.

Hér er hlekkur með ýmsum upplýsingum um golf fyrir kylfinga með fötlun.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ