/

Deildu:

Auglýsing
– gestir Íslandsmótsins geta horft á RÚV og fylgst með á golf.is með einföldum hætti

Það verður án efa mikil spenna á Íslandsmótinu í golfi sem hefst fimmtudaginn 21. júlí á  Jaðarsvelli og mikilvægt að skila þeirri upplifun til áhorfenda á golfvellinum.

Golfklúbbur Akureyrar ætlar að bjóða upp á öflugt þráðlaust netsamband á öllu golfvallarsvæðinu. Ágúst Jensson framkvæmdastjóri GA segir að með þessu verði hægt að nýta alla þá tækni sem er til staðar í dag í snjallsímum og spjaldtölvum.

„Það er markmiðið að áhorfendur geti fylgst með lifandi skori á golf.is og einnig með beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV í símum og spjaldtölvum. Það verða því skjáir út um allan völl í höndunum á gestum mótsins. Þar að auki verða skjáir til staðar í veitingatjöldum úti á vellinum og einnig í golfskálanum. Við erum sannfærðir um að þessi þjónusta eigi eftir að virka vel fyrir gesti Íslandsmótsins,“ sagði Ágúst.

isl_banner_2016

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ