Auglýsing
Stjórnin endurkjörinn – auknar tekjur – gjaldskrá GR breytt – markmiðið að ná til yngri kylfinga og kvenna án þess að skerða tekjur klúbbsins

[dropcap type=”7″]B[/dropcap]jörn Víglundsson var endurkjörinn formaður Golfklúbbs Reykjavíkur á aðalfundi klúbbsins sem fram fór í golfskálanum í Grafarholti fimmtudaginn 3. desember. Björn er að hefja sitt annað ár sem formaður golfklúbbsins. Nýkjörinn formaður vill koma á framfæri þökkum til félagsmanna fyrir það traust sem honum var sýnt með endurkjöri.

Aðrir stjórnarmenn gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og er stjórn félagsins þannig skipuð: Björn Víglundsson formaður, Ragnar Baldursson varaformaður. Aðrir stjórnarmenn eru Anna Björk Birgisdóttir, Elín Sveinsdóttir, Guðni Hafsteinsson, Guðný Helga Guðmundsdóttir, Gunnar Már Sigurfinnsson, Jón B. Stefánsson, Margeir Vilhjálmsson og Ólafur William Hand.

Björn Víglundsson.
Björn Víglundsson.

Hagnaður á starfsárinu var 5,3 millj. kr. en til samanburðar var hagnaður árið á undan 37,7 millj. kr. Tekjur námu alls 396 millj. kr. samanborið við 371 millj. kr. á árinu 2014. Tekjur af félagsgjöldum lækkuðu um 2% á milli áranna 2014 og 2015.

Félagsmenn í GR eru 2652 og fækkaði um 58 frá árinu 2014. Spilaðir voru 22.028 hringir á Grafarholtsvelli á móti 18.639 í fyrrasumar, sem er 18% aukning milli ára. Á Korpúlfsstaðavelli voru spilaðir á 18 holum 22.232 hringir á móti 24.173 hringjum árið á undan, sem er 8% færri hringir. Góð aukning var á 9 holu spili, en í ár voru spilaðir 19.077 hringir á móti 18.367 árið áður, sem er 4% aukning milli ára. Samtals gerir þetta 63.337 leikna hringi á móti 61.179 hringjum 2014, sem er um 4% fjölgun leikinna hringja milli ára.

Vinavellir GR sumarið 2015 voru Golfklúbbur Hellu, Golfklúbbur Þorlákshafnar og Golfklúbburinn Leynir. Samanlagt voru spilaðir 4.327 hringir í ár á móti 5.104 hringjum árinu á undan sem er fækkun upp á 15% milli ára.

[pull_quote_right]Formaður félagsins, Björn Víglundsson, fór meðal annars yfir í ræðu sinni þróun félaga undanfarin ár, þróun kynjahlutfalls og aldursdreifingu. Eftir mikla vinnu og greiningu stjórnar fyrir líðandi starfsár urðu niðurstöður eftirfarandi: Aldurshópinn 20 til 40 ára vantar í golf, konum fjölgar ekki, fjöldi iðkenda er ekki að skila sér í klúbbinn og meðalaldur félagsmanna er á uppleið.[/pull_quote_right]

Í framhaldi samþykkti aðalfundur nýja gjaldskrá að tillögu stjórnar þar sem eftirfarandi var haft til hliðsjónar: Markmiðið er að koma fólki fyrr í klúbbinn og um leið að halda því lengur, ásamt því að breytingar á árgjöldum komi ekki niður á tekjum klúbbsins.

Annað sem fram kom á fundinum er að unnið er að því að bjóða upp á enn frekari sveigjanleika við greiðsludreifingu árgjalda. Samhliða mun Golfklúbbur Reykjavíkur ekki innheimta inntökugjöld til 1. apríl 2016 til að stuðla að fjölgun í klúbbnum.[/dropcap]

Aðalfundurinn samþykkti gjaldskrá félaga fyrir næsta ár, að tillögu stjórnar:

Félagsmenn 0–18 ára verður 14.250 kr.
Félagsmenn 19–26 ára verður 47.500 kr.
Félagsmenn 27–70 ára verður 95.000 kr.
Félagsmenn 71–74 ára verður 71.250 kr.
Félagsmenn 75 og eldri* verður 47.500 kr.
*Enda hafi félagi verið í GR í a.m.k. 10 ár samfellt.

Golfklúbbur Reykjavíkur þakkar þeim fjölmörgu sem sóttu aðalfund félagsins. Aðalfundur hófst kl. 20:00 og var lokið um kl. 23:00.

Fundarstjóri var Jón Steinar Guðlaugsson fv. hæstaréttardómari. Golfklúbbur Reykjavíkur vill koma á framfæri kærum þökkum til Jóns Steinars fyrir góða fundarstjórn.

Ársreikning og skýrslu stjórnar má finna hér að neðan undir „Tengd skjöl“.

Einnig má finna mynd frá aðalfundi félagsins með því að smella hér.

Golfklúbbur Reykjavíkur.

« Til baka

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ