Golfsamband Íslands

Bjarki Pétursson komst áfram á 2. stig úrtökumótsins fyrir DP Evrópumótaröðina

Þrír kylfingar úr röðum GKG tóku þátt á 1. stigi úrtökumótsins fyrir DP Evrópumótaröðina á Haugschlag vellinum í Austurríki. Mótið fór fram í síðustu viku og keppendurnir voru þeir Bjarki Pétursson, Sigurður Arnar Garðarson og Kristófer Orri Þórðarson.

Á þessu hausti ætla 10 íslenskir kylfingar að reyna sig á úrtökumótinu fyrir DP-Evrópumótaröðina.

Alls er keppt á níu keppnisstöðum á 1. stigi úrtökumótsins og er fimm mótum nú þegar lokið og síðasta mótið fer fram í byrjun október.

Smelltu hér fyrir úrslit í Austurríki.

Bjarki endaði í 7. sæti á -7 samtals. Hann lék hringina fjóra á 281 höggi (72-70-69-70).


Sigurður Arnar lék á 1 höggi undir pari samtals og endaði í 13. sæti og var aðeins einu höggi frá því að komast inn á 2. stigið.

Kristófer Orri var samtals á +1 og var þremur höggum frá því að komast áfram.

Axel Bóasson, GK, og Kristófer Karl Karlsson, GM tóku þátt 1. stigi úrtökumótsins fyrir DP Evrópumótaröðina um miðjan september. Þeir keppturá Arlandastad vellinum skammt frá Stokkhólmi í Svíþjóð og komust ekki áfram inn á 2. stig úrtökumótsins.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og skor í Svíþjóð.

Þann 4. október keppir Andri Már Óskarsson, GOS, á Hardelot vellinum í Frakklandi. Nánar hér.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG og Haraldur Franklín Magnús, GR, mæta til leiks á 2. stigi úrtökumótsins.

Hákon Örn Magnússon, GR og Aron Snær Júlíusson, GKG kepptu fyrr á þessu hausti á Montado vellinum í Palmela í Portúgal. Þeir komust ekki áfram á 2. stig úrtökumótsins. Nánar hér:

Gera má ráð fyrir að um 800 keppendur taki þátt á öllum níu mótunum á 1. stig úrtökumótsins og um 20% þeirra komast áfram áfram á 2. stigið sem fram fer á fjórum keppnisvöllum á Spáni í byrjun nóvember.

Til þess að komast alla leið inn á DP-Evrópumótaröðina þurfa keppendur að fara í gegnum 1., 2. og 3. stig úrtökumótsins.

Lokaúrtökumótið fer fram í byrjun nóvember á Lakes golfsvæðinu við Tarragona á Spáni. Þar keppa 156 keppendur um 25 sæti á DP-Evrópumótaröðinni 2023.

Bjarki Pétursson. Mynd/seth@golf.is
Exit mobile version