/

Deildu:

Bjarki og Gísli eru annar og þriðji frá vinstri á þessari liðsmynd.
Auglýsing

Bjarki Pétursson og Gísli Sveinbergsson komust einu skrefi nær því að fara í úrslit í NCAA háskólagolfinu í Bandaríkjunum. Borgnesingurinn og Keilismaðurinn úr Hafnarfirði voru í sigurliði Kent State í Mid-American Conference mótinu. Með sigrinum tryggði Kent State sér keppnisrétt í Regionals úrslitamótinu sem fram fer í maí.

Kent State liðið hafði mikla yfirburði í þessu móti og sigraði með 20 högg mun.

Bjarki Pétursson endaði í 7. sæti í einstaklingskeppni en hann lék hringina fjóra á +5 samtals. Gísli endaði í 13. sæti í einstaklingskeppninni á 11 höggum yfir pari vallar.

Lokastaðan:
Screen Shot 2016-05-01 at 9.35.28 AM
Screen Shot 2016-05-01 at 9.35.37 AM

 

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ