Auglýsing

Bjarki Pétursson, GKB, er eini áhugakylfingurinn sem er á meðal keppenda á lokaúrtökumótinu.

Bjarki lék á Club de Golf Bonmont á 2. stigi úrtökumótsins þar sem hann endaði í 8. sæti.

Rétt tæplega 20 áhugakylfingar komust inn á 2. stig úrtökumótsins. Bjarki er eins og áður segir eini áhugakylfingurinn á meðal þeirra sem keppa á lokaúrtökumótinu.

Bjarki getur ekki tekið við verðlaunafé á þessu móti ef hann verður á meðal þeirra efstu.

Keppendurnir eru alls 156 á lokaúrtökumótinu og koma þeir frá 26 þjóðum, og frá fimm heimsálfum.

Madalitso Muthiya frá Zambíu er á meðal keppenda en hann er sá fyrsti frá Afríkuþjóðinni sem nær inn á lokaúrtökumótið.

Nánar um mótið hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ