Golfsamband Íslands

Birgir Leifur komst ekki áfram á Evrópumótaröðinni í Belgíu

Birgir Leifur Hafþórsson.

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG var á meðal keppenda á Evrópumótaröðinni í þessari viku. Mótaröðin er sú sterkasta í Evrópu og er keppt að þessu sinni í Antwerpen í Belgíu. Mótið fer fram á Rinkven International GC.

Nánar hér: 

Birgir var tveimur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á þessu móti. Hann lék á 73 og 72 höggum.

Keppnisfyrirkomulagið er óhefðbundið á þessu móti þar sem heimamaðurinn Thomas Pieters er gestgjafi. Keppt er í höggleik fyrstu tvo hringina þar sem að 144 keppendur hefja leik.

Keppnisvöllurinn er blanda af holum á tveimur völlum á Rinkven International GC en þar eru tveir 18 holu vellir. Á Suður-vellinum er 1. holan leikinn ásamt holum 11-18 og eru það fyrri 9 holurnar á „keppnisvellinum“. Norður-völlurinn er leikinn á síðari 9 holunum og þar verða holur 10-18 leiknar.

Alls komast 64 efstu áfram í úrslitakeppni sem leikinn verður á laugardag og sunnudag. Þar verður keppendum skipt upp í tvo riðla. Þrjár umferðir verða leiknar í riðlinum á laugardag, 9 holur í hverri umferð. Sá aðili sem leikur á færri höggum í sínum leik kemst áfram í næstu umferð. Alls komast 8 efstu áfram úr hvorum riðli á laugardeginum.

Á lokahringnum verður sami háttur hafður á, leiknar verða þrír 9 holu hringir og í lokaumferðinni ráðast úrslitin í hreinum 9 holu úrslitaleik.

 

Exit mobile version