/

Deildu:

Auglýsing

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur tryggt sér sæti í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer á Spáni um næstu helgi. Birgir Leifur hafnaði í 12.-14. sæti í úrtökumóti á öðru stigi sem lauk í dag skammt frá Valencia á Spáni.

Birgir Leifur lék hringina fjóra á samtals þremur höggum undir pari. Hann lék á 70 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari og það dugði honum til að komast áfram. 17 efstu kylfingarnir í mótinu tryggðu sér keppnisrétt í lokaúrtökumótið.

Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum og Þórður Rafn Gissurarson úr GR tóku einnig þátt í mótinu en náðu ekki að tryggja sig áfram. Ólafur hafnaði í 48. sæti en Þórður í 68. sæti eftir að hafa leikið sinn besta hring í mótinu í dag, á 71 höggi.

Lokaúrtökumótið hefst á laugardag og verða alls leiknir sex hringir í mótinu. Birgir Leifur er eini íslenski kylfingurinn sem hefur tryggt sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en það gerði hann árið 2007.

Lokastaðan í úrtökumótinu á Campo de El Saler vellinum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ