Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Birgir Leifur Hafþórsson náði sér ekki á strik á lokahringnum á Bridgestone mótinu sem lauk í dag á Englandi. Mótið var hluti af næst sterkustu mótaröð Evrópu í karlaflokki. Birgir lék lokahringinn á +2 en hann var í 8. sæti fyrir lokahringinn á -11 samtals. 

Belginn Thomas Detry lék magnað golf en hann sigraði á -29 samtals og var hann 12 höggum á undan næsta manni. Ivó Giner er sá eini sem hefur afrekað að leika á -29 á fjórum keppnisdögum á Áskorendamótaröðinni en það gerði hann árið 2003.

Screen Shot 2016-08-28 at 8.42.44 PM

Screen Shot 2016-08-28 at 8.43.23 PM
Mótið sem Íslandsmeistarinn úr GKG keppir á fór fram á Heythrop Park Resort við Oxford.

Staðan á Bridgestone Challenge mótinu:

Þetta er sjötta mótið hjá Birgi á þessari leiktíð á Áskorendamótaröðinni. Besti árangur hans var í byrjun ágúst þegar hann endaði í sjötta sæti á móti í Svíþjóð. Alls hefur hann komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum af alls fimm.

Birgir hefur unnið sér inn rúmlega 7.000 Evrur á þeim tveimur mótum sem hann hefur komist í gegnum niðurskurðinn. Á fyrra mótinu endaði hann í 29. sæti og fékk um 200.000 kr. Hann fékk um 730.000 kr. fyrir sjötta sætið á mótinu í Svíþjóð.

Birgir var í 113. sæti stigalistans á Áskorendamótaröðinni fyrir mótið á Englandi en hann er í því 108. eftir þetta mót. 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ