/

Deildu:

Birgir Leifur Hafþórsson.
Auglýsing

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf leik í gær á Made in Denmark mótinu sem fram fer í Silkiborg í Danmörku. Birgir Leifur tók ákvörðun í morgun að draga sig úr mótinu eftir að hafa ráðfært sig við fagfólk sem vinnur með atvinnukyfingnum. Birgir lék á 78 höggum í gær og var langt frá sínu besta vegna meiðsla í hálsi.

„Ég hef glímt við tak í hálsinum undanfarnar vikur eftir mikla keppnistörn. Ég hef reynt að hvíla þetta svæði eins og hægt er á milli móta. Leikið færri æfingahringi og ekki slegið eins mikið á æfingasvæðinu. Eftir hringinn í gær þá tók ég ákvörðun í samráði við teymið mitt að taka eina viku í pásu. Bergur Konráðsson kírópraktor mun aðstoða mig næstu daga ásamt sjúkraþjálfara. Ég þarf að gera eitthvað annað en að spila golf, fara í líkamsræktina, fá meira blóðflæði á þetta svæði. Ég mun mæta ferskur á lokasprettinn á mótaröðunum. Undanfarnar 12 vikur hafa verið mikil keyrsla. Svona er þessi bransi – stundum þarf maður að taka erfiðar ákvarðanir, vera skynsamur og gera núverandi ástand ekki enn verra,“ sagði Birgir Leifur í morgun við golf.is

Skor keppenda er uppfært hér:

Margir þekktir kylfingar eru á meðal keppenda á mótinu í Danmörku. Má þar nefna Robert Karlsson frá Svíþjóð, Martin Kaymer frá Þýskalandi og Danny Willett frá Englandi. Þeir tveir síðastnefndu hafa sigrað á risamóti á sínum ferli.

Sjöfaldi Íslandsmeistarinn hefur leikið á níu mótum á Evrópumótaröðinni á þessu tímabili. Þar að auki hefur hann leikið á níu mótum á Áskorendamótaröð Evrópu, sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Evrópu.

Alls hefur Birgir Leifur leikið á 69 mótum á Evrópumótaröðinni frá upphafi – og er hann langefstur í þeirri tölfræði hjá íslenskum atvinnukylfingum í karlaflokki. Árin 2009 og 2007 lék Birgir á 17 og 18 mótum á Evrópumótaröðinni – en á þeim tíma var hann með fullan keppnisrétt á mótaröðinni.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ