Auglýsing

Tumi Hrafn Kúld úr GA og Berglind Björnsdóttir úr GR tryggðu sér sigur á Nýherjamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag í Vestmannaeyjum. Sigur Berglindar var nokkuð öruggur en hún var efst alla þrjá keppnisdagana og sigraði með fjögurra högga mun.

Nýherjamótið markar upphaf á nýju keppnistímabili 2016-2017 en næsta mót , Honda-Classic mótið, fer fram á Garðavelli 16.-18. september. Alls verða mótin átta á þessu tímabili og er þetta í fyrsta sinn sem nýtt keppnistímabil hefst að hausti til á Eimskipsmótaröðinni.

Tumi Hrafn og Hrafn Guðlaugsson úr GSE voru jafnir á -5 samtals eftir 54 holur og fóru þeir í bráðabana um sigurinn á 18. braut. Þar fékk Tumi Hrafn fugl og tryggði sér sinn fyrsta sigur á Eimskipsmótaröðinni. Berglind hefur nú sigrað á fjórum mótum á Eimskipsmótaröðinni.

Tumi Hrafn setti niður erfitt pútt á 54. holu fyrir fugli til þess að jafna við Hrafn á lokaholunni og fagnaði hann því pútti gríðarlega – enda var hann í erfiðri stöðu.

„Ég vil þakka mömmu og pabba fyrir allt sem þau hafa gert fyrir mig í gegnum tíðina, Sissó (Sigurþór Jónsson) fær einnig þakkir líkt og Ingi Fannar Eiríksson frændi minn sem var kylfuberi á síðustu holunni. Þetta er fyrsti sigur minn á Eimskipsmótaröðinni og gefur mér mikið sjálfstraust fyrir næstu verkefni,“ sagði hinn 19 ára gamli Tumi Hrafn en hann hefur dvalið í Bandaríkjunum við æfingar í sumar og var þetta fyrsta mótið hjá honum á þessu tímabili á Íslandi.

„Það er frábært að spila hérna í Vestmannaeyjum og þessi völlur er einstakur. Mér finnst alltaf gaman að koma hingað og völlurinn er í frábæru standi,“ sagði Berglind Björnsdóttir sem á góðar minningar úr Eyjum en hún hefur einu sinni áður sigrað á Eimskipsmótaröðinni í Vestmannaeyjum. „Spilamennskan hefði mátt vera betri en þetta var frekar einfalt golf sem ég var að leika, gerði ekki mikið af mistökum, en ég hefði viljað fá fleiri pútt ofaní. Það gekk lítið á flötunum sem eru annars mjög góðar,“ sagði Berglind.

Staða efstu kylfinga í karlaflokki á Nýherjamótinu: 

1. Tumi Hrafn Kúld, GA (69-67-69) 205 högg -5
2. Hrafn Guðlaugsson, GSE (72-64-69) 205 högg -5
*Tumi sigraði eftir bráðabana þar sem hann fékk fugl á 18. brautina.
3.-4. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR (68-71-68) 207 högg -3
3.-4. Kristján Þór Einarsson, GM (68-66-73) 207 högg -3
5.-6. Sigurþór Jónsson, GK (73-68-70) 211 högg +1
5.-6. Henning Darri Þórðarson, GK (67-71-73) 211 högg +1
7. Theodór Emil Karlsson, GM (75-64-73) 212 högg + 2
8.-11. Stefán Már Stefánsson, GR (72-71-70) 213 högg +3
8.-11. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (74-69-70) 213 högg +3
8.-11. Andri Már Óskarsson, GHR (72-70-71) 213 högg +3
8.-11. Einar Gunnarsson, GV (68-72-73) 213 högg +3

Lokastaðan í kvennaflokki á Nýherjamótinu: 

1. Berglind Björnsdóttir, GR (73-74-75) 222 högg +12
2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (80-75-71) 226 högg +16
3. Saga Traustadóttir, GR (77-76-78) 231 högg +21
4. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (78 -81-75) 234 högg +24
5. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (81-74-80) 235 högg +25
6. Kristín María Þorsteinsdóttir, GM (84-84-75) 243 högg +33

Tumi_MG_4582
Tumi Hrafn Kúld GA Myndsethgolfis
Berglind_MG_4618
Berglind Björnsdóttir GR Myndsethgolfis
Berglind_MG_4655
Berglind Björnsdóttir GR Myndsethgolfis
Tumi_MG_4779
Tumi Hrafn Kúld fagnar sigrinum með Inga Fannari Eiríkssyni Myndsethgolfis
Hrafn-TumiHrafn-Arnor-IMG_4803
Frá vinstri Hrafn Guðlaugsson Tumi Hrafn Kúld Arnór Ingi Finnbjörnsson á myndina vantar Kristján Þór Einarsson Myndsethgolfis
RagnhildurBerglindSagaIMG_4795
Ragnhildur Kristinsdóttir Berglind Björnsdóttir og Saga Traustadóttir Myndsethgolfis

Lokastaðan: 


 

2. keppnisdagur.

Myndasyrpa frá 2. keppnisdegi: 

Kristján Þór Einarsson úr GM er með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn á Nýherjamótinu á Eimskipsmótaröðinni í Vestmannaeyjum. Kristján Þór er á -6 samtals eftir að hafa leikið á 66 höggum í dag og er hann með tveggja högga forskot á Hrafn Guðlaugsson (GSE) og Tuma Hrafn Kúld (GA) sem eru á -4.

Hrafn lék á 64 höggum í dag líkt og Theodór Emil Karlsson (GM) en þeir voru báðir einu höggi frá vallarmetinu sem er 63 högg. Helgi Dan Steinsson á það met.

Aðstæður á Vestmannaeyjavelli voru frábærar í dag en veðrið lék við keppendur. Það var nánast logn, skýjað og völlurinn var aðeins rakur eftir smá úrkomu sem kom í gær.

Staða efstu kylfinga í karlaflokki:

1. Kristján Þór Einarsson, GM 134 högg (68-66) -6
2.-3. Hrafn Guðlaugsson, GSE 136 högg (72-64) -4
2.-3. Tumi Hrafn Kúld, GA 136 högg (69-67) -4
4. Henning Darri Þórðarson, GK 138 högg (67-71) -2
5.-6. Theodór Emil Karlsson, GM 139 högg (75-64) -1
5.-6. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 139 högg (68-71) -1
7.-8. Bjarni Sigþór Sigurðsson, GK 140 högg (70-70) par
7.-8. Einar Gunnarsson, GV 140 högg (68-72) par
9.-10. Sigurþór Jónsson, GK 141 högg (73-68) +1
9.-10. Hákon Harðarson, GR 141 högg (70-71) +1
11.-13. Sigurpáll Geir Sveinsson, GM 142 högg (73-69) +1
11.-13. Andri Már Óskarsson, GHR 142 högg (72-70) +2
11.-13. Axel Fannar Elvarsson, GL 142 högg (72-70) +2

Berglind Björnsdóttir úr GR herðir tökin á efsta sætinu á Nýherjamótinu á Eimskipsmótaröðinni í Vestmannaeyjum. Berglind lék á 74 höggum í dag eða +4 og er hún með sex högga forskot á Sögu Traustadóttur úr GR sem lék á 76 höggum á 2. hringnum.

Berglind sigraði í KPMG-bikarnum á þessu ári þegar hún varð Íslandsmeistari í holukeppni í fyrsta sinn á ferlinum.

Staðan í kvennaflokki:
1. Berglind Björnsdóttir, GR 147 högg (73-74) +7
2. Saga Traustadóttir, GR 153 högg (77-76) +13
3.-4. Anna Sólveig Snorradóttir, GK  155 högg (81-74) +15
3.-4.  Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 155 högg (80-75) +15
5.Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 159 högg (78-81) +19
6. Kristín María Þorsteinsdóttir, GM 168 högg (84-84) +28

Kristján Þór Einarsson, GM. Mynd/seth@golf.is
Kristján Þór Einarsson GM Myndsethgolfis
Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd/seth@golf.is
Berglind Björnsdóttir GR Myndsethgolfis

1. keppnisdagur: 

Myndasyrpa frá 1. keppnisdegi: 

Henning Darri Þórðarson úr Golfklúbbnum Keili og Berglind Björnsdóttir úr GR eru í efsta sæti eftir fyrsta keppnisdaginn af alls þremur á Nýherjamótinu sem hófst í dag í Vestmannaeyjum. Mótið markar upphaf á nýju keppnistímabili á Eimskipsmótaröðinni 2016-2017 en alls verða átta mót á keppnistímabilinu.

Henning Darri, sem er 18 ára gamall, lék á 67 höggum eða þremur höggum undir pari vallar. Hann er með eitt högg í forskot á Einar Gunnarsson úr GV, Kristján Þór Einarsson úr GM og Arnór Inga Finnbjörnsson úr GR.

Berglind Björnsdóttir úr GR er með fjögurra högga forskot í kvennaflokki. Hún lék á +3 eða 73 höggum í dag en Saga Traustadóttir úr GR er þar næst á +7. Hafdís Alda Jóhannsdóttir úr GK er þriðja á +8.

Aðstæður í Vestmannaeyjum voru nokkuð erfiðar í morgun þegar keppni hófst en töluverður vindur var á meðan keppnin stóð yfir. Vestmannaeyjavöllur er í góðu ásigkomulagi, flatirnar leifturhraðar og eggsléttar.

Keppni hefst kl. 8.00 í fyrramálið á öðrum keppnisdegi og er útlit fyrir hörkuspennandi keppni.

Henning Darri Þórðarson slær hér á 15. teig í Vestmannaeyjum. Mynd/seth@golf.is
Henning Darri Þórðarson slær hér á 15 teig í Vestmannaeyjum Myndsethgolfis
Berglind Björnsdóttir GR slær hér á 15. teig í Vestmannaeyjum. Mynd/seth@golf.is
Berglind Björnsdóttir GR slær hér á 15 teig í Vestmannaeyjum Myndsethgolfis

Staðan í karlaflokki hjá efstu kylfingunum:

1. Henning Darri Þórðarson, GK 67 högg -3
2.-4. Einar Gunnarsson, GV 68 högg -2
2.-4. Kristján Þór Einarsson, GM 68 högg -2
2.-4. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 68 högg -2
5. Tumi Hrafn Kúld, GA 69 högg -1
6.-8. Kristófer Karl Karlsson, GM 70 högg par
6.-8. Bjarni Sigþór Sigurðsson, GK 70 högg par
6.-8. Hákon Harðarson, GR 70 högg par
9.-13. Axel Fannar Elvarsson, GL 72 högg +2
9.-13. Daníel İ́sak Steinarsson, GK 72 högg +2
9.-13. Hrafn Guðlaugsson, GSE 72 högg +2
9.-13. Andri Már Óskarsson, GHR 72 högg +2
9.-13. Stefán Már Stefánsson, GR 72 högg +2

Staðan í kvennaflokki:
1. Berglind Björnsdóttir, GR 73 högg +3
2. Saga Traustadóttir, GR 77 högg +7
3. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 78 högg +8
4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 80 högg +10
5. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 81 högg +11
6. Kristín María Þorsteinsdóttir, GM 84 högg +14

Fylgstu með gangi mála með því að smella hér: 

Það er að miklu að keppa fyrir kylfingana sem taka þátt á Nýherjamótinu til þess að safna stigum og koma sér í góða stöðu fyrir baráttuna um efstu sætin á Eimskipsmótaröðinni.

Þetta er í fyrsta sinn sem keppnistímabil hefst að hausti á Eimskipsmótaröðinni en alls verða mótin átta á þessu tímabili. Tvö þeirra fara fram á þessu ári og sex á næsta ári. Keppni hefst á Nýherjamótinu á föstudaginn og verða leiknar 18 holur á dag og alls 54 holur.

Margir þekktir kylfingar eru á meðal keppenda á Nýherjamótinu og þar á meðal þrír sem hafa fagnað Íslandsmeistaratitlinum. Þeir eru; Kristján Þór Einarsson (GM), Sigurpáll Geir Sveinsson (GM) og Björgvin Þorsteinsson (GA).

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR er með lægstu forgjöfina í karlaflokknum en hann er með +3,5. Guðmundur er í landsliði Íslands sem tekur þátt á HM áhugamanna í Mexíkó í september. Meðalforgjöfin í karlaflokki er 2,1 og eru alls átta kylfingar með 0 eða lægri forgjöf.

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR, sem tryggði sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni á Securitasmótinu sem fram fór á Grafarholtsvelli 19.-21. ágúst s.l. er á meðal keppenda á Nýherjamótinu. Saga Traustadóttir úr GR, sem sigraði á Securitasmótinu er einnig á meðal keppenda í kvennaflokki í Eyjum. Meðalforgjöfin í kvennaflokki er 2,98 högg.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ