Golfsamband Íslands

Axel stigameistari og kylfingur ársins á Nordic Tour

Axel Bóasson, GK.

Haraldur Franklín Magnús úr GR og Axel Bóasson úr Keili voru á meðal keppenda á lokamóti Nordic Tour atvinnumótaraðarinnar. Axel endaði í öðru sæti þar sem úrslitin réðust í þriggja manna bráðabana. Axel fagnaði stigameistaratitlinum á þessari mótaröð sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Axel sigraði á tveimur mótum á tímabilinu og varð 12 sinnum á meðal 10 efstu. Hann var kjörinn kylfingur ársins á mótaröðinni en Axel var efstur í úrslitakeppni mótaraðarinnar. Hann hefur nú tryggt sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, næst sterkustu mótaröð Evrópu, og á enn möguleika á að komast inn á Evrópumótaröðina með góðum árangri á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.

Haraldur Franklín Magnús úr GR endaði í 10. sæti á lokamótinu en það dugði ekki til að komast í hóp 5 efstu á stigalistanum á Nordic Tour mótaröðinni sem hefði tryggt keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Haraldur Franklín endaði í 8. sæti á stigalistanum en hann var um tíma í einu af þremur efstu sætunum. Haraldur Franklín mun keppa á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina.

Lokamótið fór fram á Kristianstads Golfklubb í Åhus í Svíþjóð.

Staðan:

Andri Már Óskarsson Haraldur Franklín Magnús

 

 

 

Exit mobile version