Axel Bóasson.
Auglýsing

Axel Bóasson úr Keili stóð uppi sem stigameistari á Eimskipsmótaröðinni í golfi 2015. Þetta er í fyrsta sinn sem Axel fagnar þessum titli. Keilismaðurinn sigraði m.a. á Íslandsmótinu í holukeppni á Jaðarsvelli á Akureyri og hann varð annar á sjálfu Íslandsmótinu í golfi sem fram fór á Garðavelli á Akranesi.

Axel hefur einu sinni fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi, árið 2011 á Hólmsvelli í Leiru. Stigameistari síðasta árs, Kristján Þór Einarsson (GM), varð annar í ár og Benedikt Sveinsson úr Keili varð þriðji en það er besti árangur hans frá upphafi.

Björgvin Sigurbergsson úr Keili er sá kylfingur sem hefur oftast fagnað þessum titli frá því að stigalistinn var settur á laggirnar árið 1989 – alls fjórum sinnum.

20 efstu á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar 2015:

 1. Axel Bóasson, GK 5880.00
  (5. sæti Egils-Gull mótið, 18. sæti Securitasmótið, 7. sæti Símamótið, 1. sæti Íslandsmótið í holukeppni,  2. sæti Íslandsmótið í golfi, 15. sæti Nýherjamótið).
 1. Kristján Þór Einarsson, GM 4590.00
 2. Benedikt Sveinsson, GK 4030.00
 3. Aron Snær Júlíusson, GKG 3985.00
 4. Stefán Már Stefánsson, GR 3947.50
 5. Haraldur Franklín Magnús, GR 3835.00
 6. Andri Þór Björnsson, GR3730.00
 7. Theodór Emil Karlsson, GM 3106.75
 8. Andri Már Óskarsson, GHR 2992.50
 9. Sigurþór Jónsson, GK 2895.00
 10. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 2795.00
 11. Heiðar Davíð Bragason, GHD 2761.25
 12. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 2472.50
 13. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG 2303.33
 14. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 2182.50
 15. Rúnar Arnórsson, GK 2012.50
 16. Þórður Rafn Gissurarson, GR 2000.00
 17. Ólafur Björn Loftsson, GKG 1903.75
 18. Ragnar Már Garðarsson, GKG 1902.50
 19. Gísli Þór Þórðarson, GR 1766.00

Stigalisti Eimskipsmótaraðarinnar í heild sinni: 

Stigameistarar GSÍ frá upphafi:

Karlaflokkur:

1989 Sigurjón Arnarsson (1)

1990 Úlfar Jónsson (1)

1991 Ragnar Ólafsson (1)

1992 Úlfar Jónsson (2)

1993 Þorsteinn Hallgrímsson (1)

1994 Sigurpáll G. Sveinsson (1)

1995 Björgvin Sigurbergsson (1)

1996 Birgir L. Hafþórsson (1)

1997 Björgvin Sigurbergsson (2)

1998 Björgvin Sigurbergsson (3)

1999 Örn Ævar Hjartarson (1)

2000 Björgvin Sigurbergsson (4)

2001 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson (1)

2002 Sigurpáll G. Sveinsson (2)

2003 Heiðar Davíð Bragason (1)

2004 Birgir Leifur Hafþórsson (2)

2005 Heiðar Davíð Bragason (2)

2006 Ólafur Már Sigurðsson (1)

2007 Haraldur H. Heimisson (1)

2008 Hlynur Geir Hjartarson (1)

2009 Alfreð Brynjar Kristinsson (1)

2010 Hlynur Geir Hjartason (2)

2011 Stefán Már Stefánsson (1)

2012 Hlynur Geir Hjartason (3)

2013 Rúnar Arnórsson (1)

2014 Kristján Þór Einarsson (1)

2015 Axel Bóasson (1)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ