Auglýsing

Alls eru fimm íslenskir kylfingar á meðal keppenda á Thomas Bjørn Samsø Classic sem fram fer á samnefndri eyju í Danmörku. Mótið er hluti Nordic Tour League atvinnumótaröðinni.

Mótið hófst í morgun og hafa Axel Bóasson, GK og Bjarki Pétursson, GKG lokið leik í dag. Þeir eru báðir á meðal efstu manna og Axel gerði sér lítið fyrir og sló draumahöggið á 8. braut vallarsins.

Það er fyrrum fyrirliði Ryderliðs Evrópu, Thomas Bjørn, sem er gestgjafi mótsins og er hann á meðal keppenda. Bjørn er einn þekktasti kylfingur Dana og á sínum tíma var hann á meðal bestu kylfinga heims.

Hann hefur sigrað á 15 mótum á Evrópumótaröðinni og á 25 atvinnumótum alls. Hann varð tvívegis í öðru sæti á Opna mótinu (2000 og 2003) og í 2. sæti á PGA meistaramótinu árið 2005.

Þegar keppt er í Danmörku á Nordic Tour League atvinnumótaröðinni eru mótin hluti af Ecco Tour mótaröðinni í Danmörku.

Nordic Tour mótaröðin getur opnað dyr inn á Áskorendamótaröðina, ChallengeTour, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu – þar sem að Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru með keppnisrétt eftir að hafa náð frábærum árangri á Nordic Tour.

Axel Bóasson, GK, hefur einnig komist inn á Áskorendamótaröðina með frábærum árangri á þessari mótaröð. Axel hefur nú þegar sigrað á einu móti á Nordic Tour á þessu keppnistímabili.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Íslensku keppendurnir eru:

Andri Þór Björnsson, GR
Aron Snær Júlíusson, GKG
Axel Bóasson, GKG
Bjarki Pétursson, GKG
Hákon Harðarson, Royal Golfclub DK, og GR.

Nánar má lesa um árangur þeirra á stigalista mótaraðarinnar sem er hér fyrir neðan.

Smelltu hér fyrir stigalista Nordic Golf League – Road to Europe 2022.

Axel er í 9. sæti stigalistans. Þrefaldi Íslandsmeistarinn hefur tekið þátt á átta mótum og er í 9. sæti á stigalistanum. Fimm efstu í lok tímabilsins komast beint inn á Áskorendamótaröðina, Challenge Tour, og einnig þeir sem sigra á þremur mótum eða oftar – á þessu tímabili.

Aron Snær, sem varð Íslandsmeistari í fyrra, hefur einnig tekið þátt á níu mótum og er hann í 48. sæti stigalistans. Besti árangur hans er 10. og 14. sæti á þessu tímabili.

Bjarki, sem varð Íslandsmeistari árið 2020, er í 93. sæti stigalistans með fimm mót á þessu tímabili og bestan árangur í 19. sæti.

Andri Þór náði 8. sæti á síðasta móti á þessari mótaröð – sem er besti árangur hans á tímabilinu. Andri Þór hefur leikið á 6 mótum og er hann í 85. sæti á stigalista mótaraðarinnar.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ