Auglýsing

Nú fer að líða að lokum á keppnistímabilinu á Nordic atvinnumótaröðinni þar sem margir íslenskir atvinnukylfingar hafa keppt. Um helgina hófst lokakafli mótaraðarinnar með Willis Towers meistaramótinu sem fram fór í Danmörku. Þrír íslenskir keppendur voru á þessu móti og náðu Axel Bóasson úr Keili og GR-ingurinn Haraldur Franklín Magnús bestum árangri.

Axel endaði í 7. sæti og Haraldur Franklín varð í 15. sæti. Andri Þór Björnsson úr GR komst ekki í gegnum niðurskurðinn á þessu móti.

Axel lék á -6 samtals á þremur hringjum og endaði eins og áður segir í 7. sæti (70-71-69)
210 högg. Haraldur Franklín bætti stöðu sína verulega á lokahringnum og fór upp um rúmlega 20 sæti og endaði á -3 samtals (76-69-68) 213 högg. Andri Þór lék á +6 samtals (75-75) 150 högg.

Það er að miklu að keppa fyrir Axel og Harald Franklín því 5 efstu sætin  á stigalista mótaraðarinnar gefa keppnisrétt á Áskorendamótaröð Evrópu. Axel er sem stendur í 2. sæti á þessum lista og Haraldur Franklín Magnús er í 5. sæti.

 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ