Golfsamband Íslands

Axel náði sínum besta árangri á Áskorendamótaröðinni

Axel Bóasson, GK, Íslandsmeistari 2017.

Axel Bóasson náði sínum besta árangri á Áskorendamótaröðinni þar sem hann lék á +4 samtals (75-69-69-75) eða 288 höggum. Íslandsmeistarinn frá árinu 2017 endaði í 45. sæti á mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu hjá atvinnukylfingum í karlaflokki í Evrópu.

David Law frá Skotlandi sigraði á þessu móti á -11 samtals.

Axel er nýliði á Áskorendamótaröðinni og er þetta í fyrsta sinn sem hann kemst í gegnum niðurskurðinn á þessari mótaröð. Mótið í Skotlandi er áttunda mótið hjá Axel á tímabilinu á þessari mótaröð.
Staðan:

 

Exit mobile version