/

Deildu:

Axel Bóasson. Mynd/ Tristan Jones
Auglýsing

Axel Bóasson, Íslandsmeistari í golfi 2018, keppir þessa dagana, á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Leikið er á Obidos vellinum í Portúgal.

Þetta er í fimmta sinn sem Axel reynir fyrir sér á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Í fyrstu þrjú skiptin féll hann úr leik á 1. stiginu en í fyrra náði hann að komast inn á 2. stig úrtökmótsins.

Axel lék fyrsta hringinn á +6 eða 78 höggum. Hann er í 72 sæti af alls 95 keppendum. Gera má ráð fyrir að um 25 efstu keppendurnir komist áfram á 2. stig úrtökumótsins.

Axel var með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni á þessu tímabil – í fyrsta sinn á ferlinum. Hann vann sér einn þátttökurétt með því að verða stigameistari á Nordic Tour atvinnumótaröðinni. Á þessu tímabili lék Axel á 16 mótum á Áskorendamótaröðinni en hann endaði í sæti nr. 226 á stigalistanum.

Axel er fimmti íslenski kylfingurinn sem tekur þátt á 1. stigi úrtökumótsins á þessu hausti. Haraldur Franklín Magnús úr GR komst í gegnum 1. stigið og leikur því á 2. stiginu sem fram fer á fjórum keppnisvöllum samtímis í byrjun nóvember á Spáni. Andri Þór Björnsson (GR), Ólafur Björn Loftsson (GKG) og Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) komust ekki í gegnum 1. stigið.

Birgir Leifur Hafþórsson hefur síðan leik á 2. stigi úrtökumótsins í byrjun nóvember – og verður hann þá sjötti íslenski kylfingurinn á þessu hausti sem reynir fyrir sér á úrtökumóti Evrópumótaraðarinnar í karlaflokki.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ