/

Deildu:

Axel Bóasson.
Auglýsing

Axel Bóasson, íþróttamaður Hafnarfjarðar 2015, hefur leik á Nordic golf atvinnumótaröðinni á föstudaginn. Þetta er fyrsta atvinnumót Axels á þessari atvinnumótaröð en hann tryggði sér keppnisrétt á mótaröðinni á úrtökumóti sem fram fór s.l. haust.

Mótið fer fram á Lumine golfvellinum á Spáni en fjögur mót fara fram á næstu fjórum vikum á þessari mótaröðinni.

Axel er úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og hann hefur einu sinni fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi, árið 2011 á Hólmsvelli í Leiru. Hann varð stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar 2015 og Íslandsmeistari í holukeppni 2015.

Hægt er að fylgjast með gangi mála hér: 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ