Golfsamband Íslands

Axel endaði í 13. sæti á +1 samtals í Svíþjóð

Axel Bóasson endaði í 13. sæti á  Österlen mótinu á Ecco Nordic atvinnumótinu sem lauk i dag í Svíþjóð. Keilismaðurinn lék lokahringinn á 73 höggum eða +2 og var hann samtals á +1 á 54 holum, (68-73-73). Ecco Nordic mótaröðin er í flokki atvinnumannadeilda sem eru í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu.

Pétur Freyr Péturson úr GR lék einnig á þessu móti en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Sænski kylfingurinn Ola Johansson sigraði á þessu móti á -5 samtals.
Screen Shot 2016-06-11 at 5.25.11 PM

Staðan á mótinu: 

Exit mobile version