Auglýsing

Axel Bóasson, GK, er á meðal keppenda á lokamóti tímabilsins á Nordic atvinnumótaröðinni sem fram fer dagana 19.-21. október.

Þrefaldi Íslandsmeistarinn úr Hafnarfirði lék frábært golf á 1. hringnum af alls þremur eða 65 höggum. Hann er jafn í öðru sæti, aðeins höggi frá efsta sætinu. Axel fékk alls átta fugla í dag og tapaði aðeins einu höggi. Hann lék síðustu 11 holur dagsins á 7 höggum undir pari vallar.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Aðeins 60 stigahæstu kylfingar mótaraðarinnar eru með keppnisrétt á þessu móti sem ber nafnið Sydbank Road to Europe Final og fram fer á Møn í Danmörku.

Stigalisti mótaraðarinnar er hér:

Það er að miklu að keppa á lokamótinu. Fimm efstu á stigalistanum fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour.

Leikmenn í sætum 6.-10. sæti á stigalistanum fá takmarkaðan keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni.

Axel hefur leikið á 18 mótum á þessu tímabili og sigraði hann á einu þeirra. Hann er í 14. sæti stigalistans og á ekki möguleika á að komast í eitt af fimm efstu sætunum á stigalistanum.

John Axelsen, Jeppe Kristian Andersen og Frederik Birkelund, hafa nú þegar tryggt sér eitt af þremur efstu sætunum á stigalistanum.

Simon Forsström er efstur á stigalistanum en hann hefur nú þegar tryggt sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni og tekur því ekki eitt af þessum fimm keppnisréttum sem eru í boði.

Nicolai Tinning, Sebastian Friedrichsen og Hamish William Brown eru líklegastir til þess að ná þessum tveimur keppnisréttum á Áskorendamótaröðinni sem eru enn í boði á þessari mótaröð.


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ