11/08/2018. Ladies European Tour 2018. European Championships, PGA Centenary Course. Gleneagles, Scotland August 8 -12 2018. Valdis Jonsdottir, Olafia Kristinsdottir Axel Boasson and Birgir Hafthorsson of Iceland with thier gold medals. Credit: Tristan Jones
Auglýsing

Axel Bóasson (GK), Birgir Leifur Hafþórsson (GKG), Ólafía Þórunn Krisinsdóttir (GR) og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) eru tilnefnd sem lið ársins í kjörinu hjá Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er í fyrsta sinn sem golflandslið er tilnefnt í þessu kjöri.

Ísland fagnaði sigri á meistaramóti Evrópu í blandaðri liðakeppn sem fram fór á Gleneagles í Skotlandi um miðjan ágúst á þessu ári. Mótið var hluti af meistaramóti Evrópu sem fram fer á tveimur stöðum í Evrópu. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni fer fram.

Kjörið fer fram samhliða vali samtakanna á íþróttamanni ársins. Þjálfari ársins og lið ársins voru valin í fyrsta sinn árið 2012. Úrslit kjörsins vera opinberuð í beinni sjónvarpsútsendingu RÚV frá Hörpu laugardagskvöldið 29. desember.

Þrjú efstu lið ársins

Karlalið ÍBV í handbolta
Landslið Íslands í golfi
Kvennalið Íslands í hópfimleikum

Lið ársins frá upphafi: 

2012
Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum (Fimleikar)
2013
Karlalandslið Íslands (Knattspyrna)
2014
Karlalandslið Íslands (Körfuknattleikur)
2015
Karlalandslið Íslands (Knattspyrna)
2016
Karlalandslið Íslands (Knattspyrna)
2017 
Karlalandslið Íslands (Knattspyrna)
2018

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ