/

Deildu:

Auglýsing

Aukaþing Golfsambands Íslands hófst í morgun, 11. maí 2019, í Laugardalshöll í Reykjavík.

Á formannafundi Golfsambands Íslands, sem haldinn var í Grindavík 24. nóvember síðastliðinn, voru upplýsingatæknimál sambandsins ofarlega á baugi.

Í umræðu um þau kom fram að stjórn golfsambandsins myndi hefja formlegar viðræður við Golfbox, með það fyrir augum að gera samning við félagið um tölvukerfi sambandsins til næstu ára.

Þá kom einnig fram að stjórn sambandsins hygðist leita eftir staðfestingu hreyfingarinnar, ef stjórnin teldi ráðlagt að gera slíkan samning.

Viðræður við Golfbox hafa staðið yfir undanfarna mánuði og er þeim lokið. Samningur við Golfbox til 5 ára hefur nú verið samþykktur af stjórn GSÍ með fyrirvara um samþykki aukagolfþings og stendur til að kynna efni samningsins fyrir hreyfingunni og ræða hann á aukagolfþingi, auk þess sem borið verður undir þingið hvort golfsambandið eigi að skuldbinda sig með samningnum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ