/

Deildu:

Frá Þorláksvelli. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Nýverið útskrifuðust 8 einstaklingar með landsdómararéttindi í golfi.

Nemendurnir stunduðu nám sitt í vetur undir handleiðslu dómara úr dómaranefnd GSÍ og tóku nemendurnir lokapróf um miðjan maí mánuði.

Alls eru 6 nýir landsdómarar frá golfklúbbum á höfuðborgarsvæðinu, 1 frá Suðurnesjum og 1 frá Vesturlandi.

Hópurinn sem fékk landsdómararéttindi í golfi í maí 2024 er þannig skipaður:

Eggert Eggertsson, NK
Hans Óskar Isebarn, GR
Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir, GR
Rúnar Már Bragason, GK
Sigurður Þór Sveinsson, GR
Þorkell Már Einarsson, GB
Þorsteinn Einarsson, GR
Örn Ævar Hjartarson, GS

Dómaranefnd GSÍ stóð fyrir héraðsdómaranámskeiði í mars á þessu ári og var þátttakan mjög góð. Alls skráðu 77 einstaklingar sig á námskeiðið.

Fyrirlestrarnir voru alls fjórir og voru þeir sendir út á netinu og einnig teknir upp þannig að það er hægt var að horfa þá aftur eða eftir hentugleika.

Að meðaltali sóttu 30 manns fyrirlestrana, enn fleiri skoðuðu upptökur af þeim. Alls tóku 25 manns prófið og stóðust 20 þeirra prófið. Þessir 20 nýju héraðsdómarar koma frá 11 mismundandi klúbbum víðsvegar af landinu.

Prófið var rafrænt og tekið á netinu og engin fyrirstaða fyrir aðila á landsbyggðinni að sitja námskeiðið og taka prófið.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ