Auglýsing

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, Golfklúbburinn Oddur og Golfklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við GSÍ halda þrjú golfmót fyrir afrekskylfinga í sumar þar sem að keppendur geta safnað stigum á heimslista áhugakylfinga.

Fyrsta mótið hófst föstudaginn 17. maí á Leirdalsvelli hjá GKG. Leiknar voru 36 holur á fyrri keppnisdeginum og 18 holur voru leiknar á þeim síðari.

Úrslitin réðust því í dag og var mikil spenna í báðum flokkunum og þá sérstaklega í karlaflokknum.

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, sigraði í kvennaflokknum eftir nokkuð harða baráttu gegn Önnu Sólveigu Snorradóttur úr Keili.

Aron Snær Júlíusson, GKG, og Viktor Ingi Einarsson, GR, voru jafnir á -3 samtals eftir 54 holur. Þeir léku því bráðabana um sigurinn þar sem að Aron Snær hafði betur.

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, og Sigurður Bjarki Blumenstein, GR, voru jafnir í 3. sæti á +2 samtals.

Lokastaðan á Heimslistamótinu á Leirdalsvelli.

Karlar

NafnKlúbburH1H2H3Samtals
1TAron Snær JúlíussonGKG697269210
1TViktor Ingi EinarssonGR686973210
T3Dagbjartur SigurbrandssonGR757169215
T3Sigurður Bjarki BlumensteinGR776969215
5Sigurður Már ÞórhallssonGR717174216
6Andri Már ÓskarssonGHR747469217
T7Ragnar Már GarðarssonGKG767369218
T7Elvar Már KristinssonGR727373218
T7Björn Óskar GuðjónssonGM736877218
10Hlynur BergssonGKG727276220
11Guðmundur ArasonGR747474222
T12Sigurþór JónssonGVG787475227
T12Kristján Þór EinarssonGM807572227
T14Sigmundur Einar MássonGKG807474228
T14Ingvar Andri MagnússonGKG827274228
16Ragnar Már RíkarðssonGM778072229
17Páll Birkir ReynissonGR768074230
18Ingi Rúnar BirgissonGKG818783251
19Hákon Örn Magnússon GR737775225

Konur:

NafnKlúbburH1H2H3Samtals
1Hulda Clara GestsdóttirGKG817476231
2Anna Sólveig SnorradóttirGK857576236
3Eva María GestsdóttirGKG758382240
4Heiðrún Anna HlynsdóttirGOS808180241
5Anna Júlía ÓlafsdóttirGKG908984263

Tilgangur mótanna er að skapa frekari vettvang fyrir keppni afrekskylfinga á Íslandi og munu mótin gilda á heimslista áhugamanna (WAGR).

Hámarksfjöldi keppenda er 30 og leiknar eru 54 holur á 2-3 dögum.

Mótin er einungis ætluð áhugakylfingum og gilda sömu forgjafarmörk og í stigamótum GSÍ, þ.e. 5,5 hjá körlum og 8,5 hjá konum.

Mótin þrjú verða:

Heimslistamót GKG, 17. – 18. maí.
Heimslistamót GO, 23. – 24. ágúst.
Heimslistamót GR, 13. – 15. september.


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ