/

Deildu:

Meistari- Aron Snær slær hér upphafshöggið á 5. teig.
Auglýsing

Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, Einvígið á Nesinu, fór fram í dag á Nesvellinum. Aron Snær Júlíusson klúbbmeistari úr GKG stóð uppi sem sigurvegari en fjöldi fólks fylgdist með gangi mála í veðurblíðunni á Seltjarnarnesi.

Venju samkvæmt var 10 af bestu kylfingum landsins boðið til leiks og í mótslok afhenti fulltrúi DHL á Íslandi BUGL (barna og unglingageðdeild Landspítalans) eina milljón kr.

Myndasyrpa frá mótinu á fésbókarsíðu Golf á Íslandi: 

Fleiri myndir í fullri upplausn á myndavef Golfsambandsins, gsimyndir.net. 

Mótið var með hefðbundnu sniði þar sem einn kylfingur féll úr leik á herri holu, þar til tveir stóðu eftir á teig á lokaholunni. Aron og Birgir Leifur Hafþórsson, sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, stóðu tveir eftir á 9. teig þar sem úrslitin réðust.

Aron sló bolta sinn í upphafshögginu á 9. braut vinstra meginn við flötina á holunni sem er par 4 hola og högglangir kylfingar eiga ekki í miklum vandræðum með að setja upphafshöggið á flötina. Birgir Leifur sló út fyrir vallarmörk í fyrra upphafshögginu og það síðara sem var þá hans þriðja högg endaði rétt við holuna. Glæsileg tilþrif hjá Birgi. Hann setti síðan niður púttið fyrir pari og Aron fékk einnig par.

Þeir félagar úr GKG fengu síðan það verkefni að slá af um 130 metra færi inn á 9. flötina og úrslitin réðust með því að Aron sló nær holu en Birgir. Þetta er í fyrsta sinn sem Aron sigrar í þessu móti en hann er á meðal efnilegustu kylfinga landsins.

DHL Express á Íslandi hefur verið styrktaraðili mótsins frá því að það var fyrst haldið árið 1997 og ávallt styrkt félög eða samtök sem láta sér hag barna varða. Í ár er það BUGL, barna og unglingadeild Landspítalans, sem nýtur góðs af og fær eina milljón króna frá DHL en BUGL sérhæfir sig í greiningu og meðferð á geðröskunum barna og unglinga með það að leiðarljósi að stuðla að auknum lífsgæðum þeirra og fjölskyldna þeirra.

Úrslit 2015:

10. Helga Kristín Einarsdóttir NK, klúbbmeistari NK 2015
9. Signý Arnórsdóttir GK, Íslandsmeistari 2015
8. Ragnhildur Sigurðardóttir GR, klúbbmeistari GR 2015
7. Björgvin Sigurbergsson GK, margfaldur Íslandsmeistari
6. Þórður Rafn Gissurarson GR, Íslandsmeistari 2015
5. Ólafur Björn Loftsson GKG, atvinnumaður og klúbbmeistari NK 2015
4. Hlynur Geir Hjartarson GOS, klúbbmeistari GOS 2015
3. Stefán Már Stefánsson GR, klúbbmeistari GR 2015
2. Birgir Leifur Hafþórsson GKG, atvinnumaður og margfaldur Íslandsmeistari
1. Aron Snær Júlíusson GKG, klúbbmeistari GKG 2015

Sigurvegarar frá upphafi:
1997: Björgvin Þorsteinsson (1)
1998: Ólöf María Jónsdóttir (1)
1999: Vilhjálmur Ingibergsson (1)
2000: Kristinn Árnason (1)
2001: Björgvin Sigurbergsson (1)
2002: Ólafur Már Sigurðsson (1)
2003: Ragnhildur Sigurðardóttir (1)
2004: Magnús Lárusson (1)
2005: Magnús Lárusson (2)
2006: Magnús Lárusson (3)
2007: Sigurpáll Geir Sveinsson (1)
2008: Heiðar Davíð Bragason (1)
2009: Björgvin Sigurbergsson (2)
2010: Birgir Leifur Hafþórsson (1)
2011: Nökkvi Gunnarsson (1)
2012: Þórður Rafn Gissurarson (1)
2013: Birgir Leifur Hafþórsson (2)
2014: Kristján Þór Einarsson (1)
2015: Aron Snær Júlíusson (1)

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ