/

Deildu:

Séð yfir 8. flötina og yfir Svarfaðardal. Mynd/seth@golf
Auglýsing

Kylfingar frá Golfklúbbnum Hamri á Dalvík hafa verið áberandi á unglingamótaröð Íslandsbanka á undanförnum misserum. Ótrúlega hátt hlutfall keppenda úr GHD hefur náð því að vera í fremstu röð í sínum aldursflokkum. Arnór Snær Guðmundsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir og Ólöf María Einarsdóttir sem nú leikur fyrir GM eru allt kylfingar sem hafa unnið til margra verðlauna á undanförnum árum.

Arnarholtsvöllur er þeirra heimavöllur og það er alveg ljóst að völlurinn er eitt besta æfingasvæði Íslands miðað við árangur ungu kylfinganna frá Dalvík. Heiðar Davíð Bragason hefur stýrt barna- og unglingastarfi GHD á undanförnum árum og hefur það skilað mörgum titlum og afreksefnum.

Golfklúbburinn Hamar var stofnaður þann 19. júní árið 1989 og gerði Halldór Jóhannsson landslagsarkitekt fyrstu drög að 9 holu velli. Allt fram til ársins 1995 voru 6 brautir á vellinum en þeim var fjölgað í 9 holur þegar nýtt land fékkst undir völlinn í landi Ytra-Garðshorns. Mikil vinna liggur að baki uppbyggingu Arnarholtsvallar og hafa klúbbfélagar lagt mikið á sig til þess að koma vellinum í það horf sem hann er í dag.

Rúmgott klúbbhús var keypt árið 1991 og reist við Arnarholtsvöll en fyrstu árin var 8 fermetra vinnskúr eina skjólið fyrir kylfinga á vellinum.

Allar flatir og teigar hafa verið byggð upp frá grunni og sumar brautir hafa verið lengdar frá því völlurinn var tekinn í notkun. Mikill hæðarmunur er á Arnarholtsvelli og má segja að hann sé á þremur hæðum. Fyrstu tvær brautirnar og lokahola vallarins eru á sléttum hólmum Svarfdalsár, 3., 4. og 5. braut liggja frá fjalli en 6., 7. og 8. braut liggja í því holti sem völlurinn dregur nafn sitt af, Arnarholti.

Minnisvarði á 8. braut er áberandi einkenni Arnarholtsvallar. Þar fundust grafir frá heiðnum sið og er minnisvarðinn um fundinn. Golf á Íslandi hvetur alla kylfinga til þess að gera sér ferð á Dalvík og í Svarfaðardal og slá golfboltann á Arnarholtsvelli.

Teighöggið á 9. braut er ekki einfalt og margt sem þarf að varast. Mynd/seth@golf.is
Teighöggið á 9. braut er ekki einfalt og margt sem þarf að varast. Mynd/seth@golf.is
Teighöggið á 8. braut er blint en útsýnið er stórkostlegt. Mynd/seth@golf
Teighöggið á 8. braut er blint en útsýnið er stórkostlegt. Mynd/seth@golf
Séð yfir sjöttu flötina á Arnarholtsvelli sem er við klúbbhúsið. Mynd/seth@golf
Séð yfir sjöttu flötina á Arnarholtsvelli sem er við klúbbhúsið. Mynd/seth@golf
Séð yfir 4. og 5 braut sem liggja til og frá fjalli eins heimamenn kalla það. Mynd/seth@golf.is
Séð yfir 4. og 5 braut sem liggja til og frá fjalli eins heimamenn kalla það. Mynd/seth@golf.is
Séð yfir 2. braut en Svarfdalsá er áberandi og einkennir Arnarholtsvöll. Mynd/seth@golf
Séð yfir 2. braut en Svarfdalsá er áberandi og einkennir Arnarholtsvöll. Mynd/seth@golf
Hér er horft yfir 3., 4. og 5. braut á Arnarholtsvelli. Mynd/seth@golf
Hér er horft yfir 3., 4. og 5. braut á Arnarholtsvelli. Mynd/seth@golf
Minnisvarðinn um grafir sem fundust við 8. brautina er áberandi á Arnarholtsvelli. Mynd/seth@golf
Minnisvarðinn um grafir sem fundust við 8. brautina er áberandi á Arnarholtsvelli. Mynd/seth@golf
Önnur brautin á Arnarholtsvelli liggur á sléttum hólmum Svarfdalsár. Mynd/seth@golf
Önnur brautin á Arnarholtsvelli liggur á sléttum hólmum Svarfdalsár. Mynd/seth@golf
Frá Arnarholtsvelli. Mynd/seth@golf.is
Frá Arnarholtsvelli. Mynd/seth@golf.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ