Golfsamband Íslands

Annika Sörenstam ánægð með Íslandsheimsóknina

„Ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til að koma til Íslands og upplifa þetta frábæra land með fjölskyldu minni og vinum,“ sagði Annika Sörenstam á fundi með fréttamönnum í íþróttamiðstöð Golfklúbbs Mosfellsbæjar þann 10. júní s.l.

Heimsókn Anniku til Íslands er einn stærsti viðburður síðari tíma í íslensku íþróttalífi. Sænski kylfingurinn er einn sigursælasti kylfingur allra tíma. Tölfræðin segir allt sem segja þarf, 10 risatitlar, 89 sigrar á atvinnumótum og þar af 72 sigrar á LPGA mótaröðinni.

Annika heimsótti í dag Golfklúbb Mosfellsbæjar þar sem hún afhenti verðlaun í kvennaflokki á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni. Hún var í aðalhlutverki á Stelpugolfdeginum sem fram fór hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar – en þangað mættu mörg hundruð gestir. Lokasýning hennar í Íslandsheimsókninni verður hjá Nesklúbbnum þar sem hún verður með sýnikennslu mánudaginn 11. júní kl. 11:30.

Nánar verður fjallað um alla þessa viðburði í næstu tbl. Golf á Íslandi sem Golfsamband Íslands gefur út.

Annika Sörenstam í GKG
Annika Sörenstam í GKG
Annika Sörenstam í GKG


Frá fréttamannafundinum í Kletti, íþróttamiðstöð GM í Mosfellsbæ.

Frá fréttamannafundinum í Kletti, íþróttamiðstöð GM í Mosfellsbæ.

Exit mobile version