Site icon Golfsamband Íslands

Annar sigur Kristjáns Þórs í höfn

Kristján Þór Einarsson úr GM.

Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili Mosfellsbæ sigraði á sjötta stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar sem leikið var á Garðavelli Akranesi um helgina. Kristján Þór leiddi mótið gr´s fyrsta hring en hart var sótt að honum á lokahringnum. Kristján Þór lék hringina þrjá á 213 höggum eða á 3 höggum undir pari.

Þetta er annar sigur Kristjáns á Eimskipsmótaröðinni þetta árið en fyrr í sumar tryggði hann sér Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni. Með sigrinum í dag styrkti Kristján Þór stöðu sína í efsta sæti stigalista Eimskipsmótaraðarinnar.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur kom annar á 218 höggum. Stefán Már Stefánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur varð þriðji í dag á 220 höggum. Önnur úrslit má finna á golf.is

Exit mobile version