Auglýsing

Sigurður Elvar Þórólfsson – seth@golf.is skrifar frá Lumine

Andri Þór Björnsson, GR, Bjarki Pétursson, GKB og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR eru á meðal 156 kylfinga sem keppa um 25 sæti á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu næstu daga. Lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar fer fram á Lumine golfsvæðinu við Tarragona á Spáni. Þar verða leiknir sex keppnishringir en keppnisvellirnir eru tveir, Lakes og Hill. 

Nánar um mótið hér:

Aldrei áður hafa jafnmargir íslenskir kylfingar komist inn á lokaúrtökumótið eftir að því var stigskipt.

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Björgvin Sigubergsson, GK, eru þeir einu sem hafa náð inn á lokaúrtökumótið. Birgir Leifur hefur 14 sinnum komist inn á lokaúrtökumótið og er sá eini frá Íslandi sem hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í karlaflokki. Björgvin og Birgir Leifur voru saman á lokaúrtökumótinu árið 2001. 

Bjarki er eini áhugakylfingurinn á lokaúrtökumótinu

Bjarki Pétursson er eini áhugakylfingurinn sem er á meðal keppenda á lokaúrtökumótinu.  Bjarki lék á Club de Golf Bonmont á 2. stigi úrtökumótsins þar sem hann endaði í 8. sæti. 

<strong>Bjarki Pétursson á æfingahring á Hills vellinum Myndsethgolfis <strong>

Birgir Leifur hefur eins og áður segir komist 14 sinnum inn á lokaúrtökumótið. Sjöfaldi Íslandsmeistarinn er því í sérflokki þegar kemur að lokaúrtökumótum Evrópumótaraðarinnar, en þar hefur hann keppt á eftirtöldum árum; 1997, 1998 1999, 2000, 2001, 2004, 2005, 2006, 2007, 2010, 2014, 2015, 2017 og 2018. 

Andri Þór, Bjarki og Guðmundur Ágúst eru því að skrifa nýjan kafla í golfsögu Íslands. Aldrei áður hefur Ísland átt þrjá kylfinga á lokaúrtökumótinu. 

<strong>Guðmundur Ágúst Kristjánsson á æfingahring á Hillsvellinum Myndsethgolfis <strong>

Andri Þór og Bjarki fóru í gengum 1. og 2. stig úrtökumótsins. Andri Þór lék á Desert Springs vellinum líkt og Guðmundur Ágúst.  Guðmundur Ágúst fór beint inn á 2. stig úrtökumótsins en Íslandsmeistarinn í golfi 2019 er nú þegar með keppnisrétt á Challenge Tour (Áskorendamótaröðinni) sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu. 

<strong>Andri Þór Björnsson á æfingahring á Hills vellinum Myndsethgolfis <strong>

Úrtökumót Evrópumótaraðarinnar á sér sögu allt aftur til ársins 1976. Margir þekktir kappar og sigurvegarar á risamótum hafa farið inn á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumótið.

Þar má nefna Colin Montgomerie, Sandy Lyle, Justin Rose, Ian Poulter og Miguel Ángel Jiménez.

Aldrei áður hafa jafnmargir þrætt nálaraugað á lokaúrtökumótum Evrópumótaraðarinnar. Alls voru keppendurnir í ár 842 á 1. stigi úrtökumótsins – sem er met. Og þar af voru 11 keppendur frá Íslandi sem er einnig met. 

Aðeins 80 keppendur af þeim 156 sem keppa á úrtökumótinu komust inn í gegnum 2. stig úrtökumótsins. Alls eru því 76 keppendur sem koma beint úr keppnistímabilinu á Evrópumótaröðinni eða Áskorendamótaröðinni (ChallengeTour).

Þar eru kylfingar sem enduðu í sætum 16- 45 á peningalista Áskorendamótaraðarinnar og keppendur á Evrópumótaröðinni sem enduðu í sætum 111-145 á peningalistanum á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. 

Þetta er í þriðja sinn sem keppt er á Lumine golfsvæðinu á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar. Keppnisvellirnir eru tveir eins og áður segir og eru þeir afar ólíkir. Hills-völlurinn er eins og nafnið gefur til kynnar með miklu landslagi en vötnin leika aðalhlutverki á Lakes vellinum. 

Allir 156 keppendurnir fá tækifæri til að leika fyrstu fjóra keppnisdagana. Á 5. og 6. keppnisdegi fá 70 efstu tækifæri til að gera atlögu að 25 efstu sætunum sem tryggja sæti á mótaröð þeirra bestu í Evrópu. Lokakeppnisdagarnir fara fram á Lakes vellinum. 

Margir þekktir kylfingar eru mættir til þess að sanna tilverurétt sinn á mótaröð þeirra bestu í Evrópu. Jamie Donaldson, frá Wales, er í hópi þeirra. Donaldson tryggði Ryderliði Evrópu sigurinn árið 2014 á Gleneagles þar sem að Walesverjinn var hetja liðsins. Donaldson hefur ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu og endaði í sæti nr. 131 á peningalista Evrópumótaraðarinnar. Hann hefur tvívegis tryggt sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni með góðum árangri á lokaúrtökumótinu, síðast árið 2006.  Bradley Dredge, Paul Dunne, Gonzalo Fernández-Castaño, Brett Rumford og Matteo Manassero eru allir þekkt nöfn frá Evrópumótaröðinni sem eru nú mættir til leiks á lokaúrtökumótinu 2019. 

Myndasyrpa frá æfingahringnum á Hills á Lumine. Myndir/seth@golf.is

Guðmundur Ágúst Kristjánsson á æfingahring á Hillsvellinum Myndsethgolfis
Andri Þór Björnsson á æfingahring á Hills vellinum Myndsethgolfis
A
Bjarki Pétursson Myndsethgolfis
author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ