/

Deildu:

Andrea Bergsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir.
Auglýsing

Andrea Bergsdóttir, Hills GK, og Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, eru á meðal keppenda á The Women’s Amateur Championship, Opna breska áhugamannamótið, sem fram fer á Portmarnock á Írlandi dagana 24.- 29. júní.

Mótið er eitt af sterkustu áhugamannamótum veraldar. Mótið á sér langa sögu en það fór fyrst fram árið 1893. Meðalforgjöf keppenda er +4.5 en alls eru 144 keppendur á mótinu. Á fyrstu tveimur keppnisdögunum er leikinn höggleikur, alls 36 holur, og 64 efstu komast áfram í holukeppnina.

Andrea endaði í 15. sæti í höggleiknum og leikur hún í 64-manna úrslitum í dag. Perla Sól náði ekki að komast áfram.

Andrea mætir Moa Stridth frá Svíþjóð í dag.

Smelltu hér fyrir úrslit úr holukeppninni:

Leona Maguire, Georgia Hall og Anna Nordqvist eru á meðal fyrrum sigurvegara á þessu móti. Sigurvegarinn fær boð um að taka þátt á risamótum á borð við AIG Women’s Open, US Women’s Open, The Amundi Evian Championship, Chevron Championship, og hefð hefur skapast að sigurvegarinn fái boð um að taka þátt á National Women’s Amateur Championship sem fram fer á Augusta vellinum í Bandaríkjunum.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit í höggleiknum:

Portmarnock golfvöllurinn er staðsettur rétt við borgina Dublin á Írlandi og er á meðal þekktust golfvalla Bretlandseyja.

Aerial View of Portmarnock Golf Club and peninsula

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ