Auglýsing

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari hitti Norðurlandsúrval yngri kylfinga á Klöppum, nýja æfingasvæði Golfklúbbs Akureyrar, í gær fimmtudag. Þar fer fram alþjóðlegt unglingamót sem er hluti af Global Junior Golf Tour mótaröðinni sem A.R. Events stendur á bak við.

„Það er frábært að við höfum fengið alþjóðlegt unglingamót á ný til Íslands. Global Junior Tour er mjög öflug unglingamótaröð fyrir 12-21 árs kylfinga, en alls eru 19 mót haldin á hverju ári víðsvegar um heim. Þetta er góð viðbót fyrir okkar kylfinga og Iceland Summer Games motið verður eflaust enn sterkara á næsta ári þegar mótið verdur gjaldgengt á WAGR heimslistann.

Það var einnig gaman að hitta afrekskylfingana her fyrir norðan og frábært að sjá hvað þau hafa öll bætt sig mikið. Þau hafa öll lækkað forgjöfina verulega í sumar. Það er enn frekari staðfesting hvað það er öflugt starf unnið her og aðstaðan góð. En fyrst og fremst veltur þetta a metnaði og dugnaði kylfinganna sjálfra og þau eru svo sannarlega að leggja sig fram,“ sagði Úlfar í samtali við golf.is

Stöðuna í mótinu má nálgast hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ