/

Deildu:

Myndin er frá Öldungamótaröðinni 2015 í Vestmannaeyjum.
Auglýsing

Ágætu eldri kylfingar. Nú styttist í golfsumarið. Stjórn LEK er að leggja lokahönd á mótaskrána sem verður metnaðarfull eins og endrarnær. Alls verða 9 stigamót á Öldungamótaröðinni sem geta talið til landsliðssæta en skorið úr 6 bestu mótunum telja.

Alls verður keppt um sæti í 6 landsliðum eldri kylfinga karla og kvenna. Öll mótin á Öldungamótaröðinni eru jafnframt punktakeppni og opin öllum eldri kylfingum.

Íslandsmót eldri kylfinga verður á Akureyri 14. – 16. júlí. Stemming og skemmtilegheit hafa einkennt Öldungamótaröðina undanfarin ár og vill stjórninn hvetja alla „öldunga“ til að vera með.

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ