Jón Gunnarsson, GKG. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

– Jason Day, Tiger Woods og John Daly eru í draumaráshóp Jóns Gunnarssonar

Jón Gunnarsson er efnilegur kylfingur úr GKG. Hann kemur úr mikill golffjölskyldu og kom því fátt annað til greina en að takast á við golfíþróttina. Jón stefnir á að komast á háskólastyrk í Bandaríkjunum, hann elskar kótelettur í raspi og notar ekki golfhanska.

Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi?
Öll fjölskyldan mín er í golfi þannig að ég hafði eiginlega ekki val um annað en að vera í golfi.

Hvað er skemmtilegast við golfið?
Fjölbreytileikinn.

Framtíðardraumarnir í golfinu?
Komast á háskólastyrk í Bandaríkjunum.

Hver er styrkleiki þinn í golfi?
Stöðugleiki.

Hvað þarftu að laga í þínum leik?
Vipp.

Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi?
Þegar ég fékk albatross á 16. braut á Leirdalnum.

Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér?
Þegar ég missti kerruna mína út í glompu á lokaholunni á Íslandsmótinu í sumar.

Draumaráshópurinn?
Jason Day, Tiger og John Daly.

Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna?
Leirdalurinn, vegna þess að ég kann vel á hann, alltaf jafn skemmtilegur og krefjandi.

Hvaða þrjár brautir eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna?
14. Brautin á Leirdalnum vegna þess að þar er alltaf góður möguleiki á að fá fugl eða örn.
7. brautin í Kiðjabergi af því að hún er skemmtileg og falleg golfhola. Maður veit aldrei hvaða kylfu á að taka á henni.
2. brautin á Hvaleyrarvelli hjá Keili. Þar þarf að maður þarf að skipuleggja hvert högg mjög vel. Þessi braut er virkilega erfið sem er bara gaman.

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf?
Ég fylgist mikið með körfubolta og fótbolta.

Staðreyndir:

Nafn: Jón Gunnarsson.
Aldur: 15.
Forgjöf: 5,2
Uppáhaldsmatur: Lambakótelettur í raspi.
Uppáhaldsdrykkur: Lucozade.
Uppáhaldskylfa: 7-járnið.
Ég hlusta á: Alls konar.
Besta skor í golfi: 72 högg.

Besta vefsíðan: fotbolti.net
Besta blaðið: Golf á Íslandi.
Hvað óttast þú mest í golfinu: Að slá út af vellinum.


Dræver: TaylorMade M2.
Brautartré: Callaway Big Bertha.
Blendingur: Cobra Fly Z.
Járn: Cobra Fly Z.
Fleygjárn: Cleveland.
Pútter: Odyssey.
Hanski: Nota ekki hanska.
Skór: FootJoy.
Golfpoki: Titleist.
Kerra: Clicgear.

Jón Gunnarsson GKG Myndsethgolfis
Jón Gunnarsson GKG Myndsethgolfis

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ