/

Deildu:

Auglýsing

Á Golfþingi 2019 kynnti Matthías Þorvaldsson frá Gallup rannsókn sem fyrirtækið vann fyrir Golfsamband Íslands.

Í kynningunni komu fram ýmsir áhugaverðir punktar og þar á meðal staðreyndir um forgjöf íslenskra kylfinga.

Kynjamunur í forgjöf: 60% kvenna eru með 25 eða hærra í forgjöf. 65% karla eru með undir 25 í forgjöf.

Aðeins 4% kylfinga eru með 5 eða lægra í forgjöf, en flestir eru með 15 eða hærra í forgjöf eins og sjá má töflunni hér fyrir neðan.

Markmið rannsóknarinnar var að skoða viðhorf kylfinga til ýmissa þátta er varðar golfiðkun og þróun þar á.

Um var að ræða netkönnun sem gerð var á tímabilinu 26. september – 13. nóvember 2019. Úrtakið var unnið úr félagaskrá, alls 5.746.

Helstu niðurstöður má finna í skýrslunni sem er hér fyrir neðan.

Smelltu á myndina til að kynna þér það nánar.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ