/

Deildu:

Frá Íslandsmóti eldri kylfinga í Vestmannaeyjum 2015. Mynd/AI
Auglýsing

Eins og fram hefur komið var aldursskiptingu eldri kylfinga hjá EGA (Golfsambandi Evrópu) breytt um síðustu áramót. GSÍ hefur nú fylgt því fordæmi og munu nýju aldursmörkin verða notuð í Íslandsmóti eldri kylfinga á Akranesi í júlí og sveitakeppni eldri kylfinga í ágúst. Aldursmörkin miðast nú við að keppandi verði 50 ára eða eldri á almanaksárinu 2016.

ESGA (Evrópusamband eldri kylfinga) hefur ekki tekið ákvörðun um breytingu í sínum mótum sem landslið eldri kylfinga hafa sótt í mörg ár. Ákvörðunar er að vænta á formannafundi sem haldinn verður samhliða móti sem fram fer í Noregi 1. – 4. ágúst 2016. Verulegar líkur eru taldar á að þar verði samskonar breyting samþykkt, ásamt því að færa aldursmörk eldri flokksins úr 70 ára niður í 65 ára. Stjórn LEK hefur ákveðið að breyta aldursskiptingu í mótum Öldungamótaraðarinnar strax í sumar. Vegna þess að hjá ESGA miðast þátttaka við að keppendur hafi náð aldri áður en mót hefst verða stig í keppni um landsliðssæti gefin svona:

Í flokki 50 ára og eldri fá þeir stig sem verða orðnir 50 ára 17. júní 2017

Í flokki 65 ára og eldri fá þeir stig sem verða orðnir 65 ára 15. júlí 2017

Þeir sem náð hafa hærri aldursmörkunum geta skráð sig í hvorn flokkinn sem þeir vilja en fá aðeins stig í öðrum nema þeir láti mótanefnd LEK vita fyrir mót að þeir óski eftir að vera með í báðum flokkum og greiði 50% viðbótarmótsgjald til LEK.

Fari svo að ofantaldar aldursbreytingar verði ekki samþykktar hjá ESGA munum við þurfa að endurreikna allar töflur fyrir val á landsliðum og taka stig af öllum sem eru of ungir.

Undanfarin ár hefur aldursviðmiðið hjá konum verið 50 ár. Með þessari breytingu hefja bæði konur og karlar þátttöku í mótum LEK á sama aldri sem er mjög jákvætt.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ