/

Deildu:

Auglýsing

Nú er lokið fyrstu fjórum mótum í Öldungamótaröðinni. Mikil þátttaka hefur verið í öllum mótunum og eins og vera ber fjölgar í okkar röðum og hafa margir nýir kylfingar bæst í hópinn frá því fyrra.

Veðrið hefur leikið við okkur á þessum mótum og hafa klúbbarnir staðið vel að allri umgjörð og skipulagningu. Almennt þurfa kylfingar á Öldungamótaröðinni að bæta leikhraða.

Sjá má öll úrslit í einstökum mótum á FB-síðu LEK og einnig á golf.is undir mótaskrá LEK.

https://www.facebook.com/groups/269480670140727/?ref=bookmarks

ÖLDUNGAMÓTARÖÐIN

Hér er staðan í stigakeppni Öldungamótaraðarinnar eftir fjögur mót, þrír efstu í karla og kvenna flokki með og án forgjafar: Stig eru reiknuð samkvæmt stigatöflu GSÍ og fá 30 efstu í hverju móti stig.

Konur án forgjafar:

1. Þórdís Geirsdóttir 4.200,0 stig
2. Anna Jódís Sigurbergsdóttir 4.102,5 stig
3. María Málfríður Guðnadóttir 4.050,0 stig

Konur með forgjöf:

1. María Málfríður Guðnadóttir 4.005,0 stig
2. Þórdís Geirsdóttir 3.641,3 stig
3. Ásgerður Sverrisdóttir 3.423,8 stig

Karlar án forgjafar:

1. Tryggvi Valtýr Traustason 4905,0 stig
2. Sigurður Aðalsteinsson 2643,8 stig
3. Ásgeir Jón Guðbjartsson 2196,7 stig

Karlar með forgjöf:

1. Sigurður Ásgeirsson 2.055,9 stig
2. Jón Alfreðsson 2.025,0 stig
3. Jón Kristbjörn Jónsson 1.927,5 stig

Hér má sjá stigatöflurnar.

https://drive.google.com/open?id=1kPZwuyqcsuL4B-nfuDgqIKe_UqZbZIJY

LANDSLIÐIN

Eins og venjulega er keppnin hörð um sæti í landsliðum eldri kylfinga. Í flokki 50+ bæði karla og kvenna er einungis keppt án forgjafar. Hér er staða 6 efstu í hverjum aldursflokki.

Konur 50+ án forgjafar: 

  1. Þórdís Geirsdóttir 4500,0 stig
  2. María Málfríður Guðnadóttir 4200,0 stig
  3. Ásgerður Sverrisdóttir 3712,5 stig
  4. Anna Snædís Sigmarsdóttir 3540,0 stig
  5. Ragnheiður Sigurðardóttir 3217,5 stig
  6. Kristín Sigurbergsdóttir 2962,5 stig

Karlar 50+ án forgjafar:

  1. Tryggvi Valtýr Traustason  5205,0 stig
  2. Sigurður Aðalsteinsson 2722,5 stig
  3. Gauti Grétarsson 2441,3 stig
  4. Ásgeir Jón Guðbjartsson 2310,5 stig
  5. Guðmundur Arason 2272,5 stig
  6. Jón Gunnar Traustason 2257,5 stig

Karlar 55+ án forgjafar:

  1. Tryggvi Valtýr Traustason 5332,5 
  2. Sigurður Aðalsteinsson 3060,0 
  3. Gauti Grétarsson 2900,0
  4. Hörður Sigurðsson 2525,0
  5. Gunnar Páll Þórisson 2523,8
  6. Björgvin Þorsteinsson 2452,5

Karlar 55+ með forgjöf:

  1. Tryggvi Valtýr Traustason 2976,8 
  2. Sigurður Aðalsteinsson 2347,5 
  3. Kolbeinn Kristinsson 2203,2
  4. Eggert Eggertsson 2182,5
  5. Gunnar Árnason 2086,9
  6. Hörður Sigurðsson 2050,6

Karlar 70+ án forgjafar:
Í landslið karla 70+ eru valdir þrír efstu úr hvorum flokki.

  1. Jón Alfreðsson 4582,5 
  2. Þorsteinn Geirharðsson 3723,8 
  3. Jónatan Ólafsson 3502,5
  4. Þórhallur Sigurðsson 3165,0
  5. Jóhann Reynisson 3142,5
  6. Gunnsteinn Skúlason 2763,8

Karlar 70+ með forgjöf:

  1. Jón Alfreðsson 4335,0 
  2. Óli Viðar Thorstensen 3131,3 
  3. Magnús Hjörleifsson 3112,5
  4. Þórhallur Sigurðsson 3090,0
  5. Jónatan Ólafsson 2752,5
  6. Gunnsteinn Skúlason 2737,5

Nánar má sjá stigatöflur hér:

https://drive.google.com/open?id=1MqVRKOXTEhnOC26kqe8fGyllqd-Z3IT2

Á NÆSTUNNI

Næsta mót í Öldungamótaröðinni, mót númer 5, er Íslandsmót eldri kylfinga. Það er þriggja daga mót sem telur sem eitt en sigur í því gefur 2000 stig í stað 1500 stiga í öðrum mótum mótaraðarinnar.

Þar á eftir er mót nr. 6 á Hlíðavelli í Mosfellsbæ 11. Ágúst og síðasta móti er á Grafarholtsvelli 25. ágúst.

Nú á næstunni verða Landslið eldri kylfinga á faraldsfæti. Fyrstir eru karlar 70+.

23.-28. júní Evrópumót karla 70+ í Bastad í Svíþjóð

9.-12. júlí Marisa Sgaravatti Tropy í Binowa Park Golf Club í Póllandi

30.07 – 3. ágúst Evrópumót karla 55+ á Celtic Manor í Wales

3.-8. sept. EGA Evrópumót kvenna 50+ í Búlgaríu

3.-8. sept. EGA Evrópumót karla 50+ í Danmörku.

STYRKUR TIL LEK

Eins og undanfarin ár þá biðlar stjórnin til félagsmanna að styrkja starfsemi LEK. Valgreiðslukrafa verður send í heimabanka eldri kylfinga sem við náum til. Þeir sem ekki fá kröfu en vilja samt styrkja starfsemina geta lagt inn á reikning félagsins.

Banki: LB 140-26-5102,  og kt. 6102973319

Með ósk um áframhaldandi gott golfsumar.

Stjórn LEK.


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ