Ríkisstjórnin kynnti í dag ný og strangari sóttvarnatilmæli vegna Covid-19 en undanfarið og boðaði nýja reglugerð um helgina um þá framkvæmd. 
Reglugerðin mun hafa áhrif til breytinga á starfsemi golfklúbba landsins.  
Þau áhrif eru ekki ljós á þessari stundu. 
Viðbragðshópur GSÍ vinnur að því þessa stundina að greina stöðuna og mun senda frá sér tilkynningu til golfklúbba landsins eins fljótt og unnt er vegna stöðunnar.
								
				
				
				
				
				
				
								
                                
                                
                                
                                
                                
                                
