Íslandsmót golfklúbba í 2. deild karla fór fram á Flúðum dagana 23.-25. júlí.
Átta golfklúbbar kepptu um eitt laust sæti í 1. deild að ári. 
Golfklúbbur Bolungarvíkur er á leið upp í efstu deild eftir sigur á Leyni í úrslitum. Golfklúbburinn Setberg hafnaði í þriðja sæti.
Sveit Bolungarvíkur fór ósigruð í gegnum mótið, en bauð upp á nokkra spennandi leiki. Jafnt var í viðureign þeirra gegn Setbergi í 2. umferð mótsins. Þá fóru bæði undanúrslita- og úrslitaleikirnir 3-2, Bolungarvík í vil.
Emil Ragnarson tryggði sigurinn í bráðabana á 19. holunni gegn Tristani Frey Traustasyni. Myndband má sjá hér að neðan.
Atli Már, GSE, fór holu í höggi á 9. holu Selsvallar í bronsleiknum í dag. Magnað afrek!

Lokastaðan í 2. deild karla 2025:
1. Golfklúbbur Bolungarvíkur 
2. Golfklúbburinn Leynir
3. Golfklúbbur Setbergs 
4. Nesklúbburinn 
5. Golfklúbburinn Esja 
6. Golfklúbburinn Oddur 
7. Golfklúbbur Kiðjabergs 
8. Golfklúbbur Fjallabyggðar



 
								 
								 
				 
				 
				 
				 
				 
				 
								 
                                 
                                 
                                 
                                 
                                 
                                


