GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Íslandsmóti eldri kylfinga lauk þann 19. júlí á Strandarvelli hjá Golfklúbbi Hellu.

Keppendur voru alls 85 og voru leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum. Í kvennaflokki voru 24 keppendur og 61 í karlaflokki.

Keppt var í tveimur aldursflokkum hjá báðum kynjum, 50 ára og eldri, og 65 ára og eldri.

Þórdís Geirsdóttir, GK, vann mótið í flokki 50 ára og eldri kvenna. Þórdís lék mótið á tíu höggum yfir pari, og vann flokkinn með sextán höggum. Hringir hennar voru 76-72-72 högg. Þórdís hefur nú unnið mótið í tíu af síðustu ellefu skiptum, en hún endaði í öðru sæti í fyrra. Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG, sem sigraði mótið í fyrra, endaði í öðru sæti á +26. Hörkubarátta var um bronsið, en Írunn Ketilsdóttir, GM, varð einu höggi á undan Elsu Nielsen, NK. Írunn fékk örn á 17. holuna, sem reyndist mikilvægt högg í baráttunni um verðlaunasæti.

Sigurbjörn Þorgeirsson, GFB, sigraði flokk 50 ára og eldri karla eftir frábæra spilamennsku. Sigurbjörn lauk leik á fjórum undir pari í heildina, með skor upp á þrjá undir par á síðasta keppnisdegi. Enginn fékk fleiri fugla en Ólafsfirðingurinn, eða 12 stykki. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS, varð annar á tveimur yfir pari og Ólafur Hreinn Jóhannesson, GSE, varð þriðji á þremur yfir.

Gífurleg spenna var í flokki 65 ára og eldri kvenna. Þrír kylfingar voru jafnir fyrir lokaholuna á 27 höggum yfir pari. María Málfríður Guðnadóttir, GKG, gerði sér lítið fyrir og fékk fugl á 54. holunni og sigraði með því flokkinn. Steinunn Sæmundsdóttir, GR, fékk par og hafnaði í öðru sæti. Ríkjandi meistarinn, Guðrún Garðars, GR, fékk skolla og þurfti að sætta sig við þriðja sætið.

Hannes Eyvindsson, GR, varði titil sinn í karlaflokki 65 ára og eldri, en hann var fimm höggum betri en Hlöðver Sigurgeir Guðnason, GR. Magnús Birgisson, GK, varð þriðji. Hannes varð þrívegis Íslandsmeistari í golfi á árunum 1978-1980.

Verðlaunahafar

Úrslit:

Konur +50 ára:

  1. Þórdís Geirsdóttir, GK 220 högg (+10) (76-72-72).
  2. Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG 236 högg (+26) (80-74-82).
  3. Írunn Ketilsdóttir, GM 244 högg(+34) (80-85-79).

Karlar +50 ára:

  1. Sigurbjörn Þorgeirsson, GFB 206 högg (-4) (69-70-67).
  2. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS 212 högg (+2) (72-67-73).
  3. Ólafur Hreinn Jóhannesson, GSE 213 högg (+3) (68-71-74).

Konur +65 ára:

  1. María Málfríður Guðnadóttir, GKG 236 högg (+26) (81-74-81).
  2. Steinunn Sæmundsdóttir, GR 237 högg (+27) (74-83-80).
  3. Guðrún Garðars, GR 238 högg (+28) (83-75-80).

Karlar +65 ára:

  1. Hannes Eyvindsson, GR 227 högg (+17) (76-75-76).
  2. Hlöðver Sigurgeir Guðnason, GKG 232 högg (+22) (75-77-80).
  3. Magnús Birgisson, GK 234 högg (+24) (83-76-75).

Smelltu hér fyrir úrslit:

Keppendur komu frá 18 mismunandi klúbbum víðsvegar af landinu. GR var með flesta keppendur eða 20 alls og GKG með 16.

Í flokki +50 karla voru 47 keppendur.

Sigurbjörn Þorgeirsson var þar með lægstu forgjöfina, +0.7, en hæsta forgjöfin var 15.7.

FornafnEftirnafnKlúbburForgjöf
1SigurbjörnÞorgeirssonGolfklúbbur Fjallabyggðar+0.7
2Guðmundur RúnarHallgrímssonGolfklúbbur Suðurnesja+0.6
3KristvinBjarnasonGolfklúbburinn Leynir+0.1
4JónKarlssonGolfklúbbur Reykjavíkur0.2
5Ólafur AuðunnGylfasonGolfklúbbur Akureyrar0.6
6Helgi AntonEiríkssonGolfklúbburinn Esja0.8
7Árni PállHanssonGolfklúbburinn Esja0.8
8SiggeirVilhjálmssonGolfklúbburinn Setberg0.8
9Ragnar ÞórRagnarssonGolfklúbburinn Esja0.9
10Halldór SævarBirgissonGolfklúbbur Hornafjarðar1
11Frans PállSigurðssonGolfklúbburinn Setberg1.2
12JúlíusHallgrímssonGolfklúbbur Vestmannaeyja1.3
13Tryggvi ValtýrTraustasonGolfklúbburinn Setberg1.4
14GuðmundurArasonGolfklúbbur Reykjavíkur1.8
15EinarLongGolfklúbbur Reykjavíkur1.9
16KristinnÓskarssonGolfklúbbur Sandgerðis1.9
17MagnúsBjarnasonGolfklúbbur Reykjavíkur2.2
18Derrick JohnMooreGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar2.3
19Ólafur HreinnJóhannessonGolfklúbburinn Setberg2.4
20Halldór ÁsgrímurIngólfssonGolfklúbburinn Keilir2.7
21Gunnar PállÞórissonGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar2.8
22SturlaÓmarssonGolfklúbbur Kiðjabergs3.5
23Anton IngiÞorsteinssonGolfklúbbur Akureyrar3.9
24Sigurður ElvarÞórólfssonGolfklúbburinn Leynir4.2
25BöðvarBergssonGolfklúbbur Reykjavíkur4.6
26Ármann ViðarSigurðssonGolfklúbbur Fjallabyggðar4.6
27GrímurÞórissonGolfklúbbur Fjallabyggðar4.6
28HlynurJóhannssonGolfklúbbur Sandgerðis5
29Arnsteinn IngiJóhannessonGolfklúbbur Akureyrar5.2
30Sigurður HreiðarJónssonGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar5.5
31RúnarJónssonGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar5.8
32Jón KristbjörnJónssonGolfklúbbur Reykjavíkur6
33Sigurður ÁrniReynissonGolfklúbbur Reykjavíkur6.1
34Hörður HinrikArnarsonGolfklúbburinn Keilir6.5
35Karl VídalínGrétarssonGolfklúbbur Reykjavíkur6.5
36ÞrösturHelgasonGolfklúbbur Reykjavíkur6.6
37StefánJóhannessonGolfklúbbur Reykjavíkur6.7
38Stefán ViðarSigtryggssonGolfklúbbur Hornafjarðar7.2
39GrímurArnarsonGolfklúbbur Selfoss7.3
40ÞórhallurÓskarssonGolfklúbbur Sandgerðis8.5
41Sigurbjörn HlíðarJakobssonGolfklúbbur Fjallabyggðar8.7
42Gísli GuðniHallGolfklúbbur Reykjavíkur8.8
43ÞórhallurSverrissonGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar9.1
44KjartanBriemGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar11.8
45TómasSigurðssonGolfklúbbur Hellu14.6
46IouriZinovievGolfklúbbur Reykjavíkur15.5
47HákonSigursteinssonNesklúbburinn15.7

Í flokki kvenna +50 voru 15 leikmenn skráðir til leiks.

Þórdís Geirsdóttir var með lægstu forgjöfina, eða 0.5, en sú hæsta var 17.1.

FornafnEftirnafnKlúbburForgjöf
1ÞórdísGeirsdóttirGolfklúbburinn Keilir0.5
2RagnheiðurSigurðardóttirGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar5.4
3ElsaNielsenNesklúbburinn6.9
4Anna SnædísSigmarsdóttirGolfklúbburinn Keilir7.5
5ÁstaÓskarsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur9.1
6ÍrunnKetilsdóttirGolfklúbbur Mosfellsbæjar9.3
7Signý MartaBöðvarsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur10.3
8JúlíanaGuðmundsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur10.3
9Sigrún EddaJónsdóttirNesklúbburinn11.6
10SigríðurKristinsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur12.3
11RagnheiðurStephensenGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar12.9
12Helga ÞórdísGuðmundsdóttirGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar13.4
13Harpa IðunnSigmundsdóttirGolfklúbbur Mosfellsbæjar15.3
14KristínMarkúsdóttirNesklúbburinn15.7
15Auður ÓskÞórisdóttirGolfklúbbur Mosfellsbæjar17.1

Í flokki +65 ára karla voru 14 keppendur.

Lægstu forgjöfina bar Hannes Eyvindsson, 2.1, en hæsta forgjöfin var 17.1.

FornafnEftirnafnKlúbburForgjöf
1HannesEyvindssonGolfklúbbur Reykjavíkur2.1
2MagnúsBirgissonGolfklúbburinn Keilir2.8
3KristjánBjörgvinssonGolfklúbbur Suðurnesja4.1
4Hlöðver SigurgeirGuðnasonGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar7.1
5PállIngólfssonGolfklúbburinn Esja7.5
6Þorsteinn ReynirÞórssonGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar8.4
7Helgi SvanbergIngasonGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar8.9
8ErlingurJónssonGolfklúbbur Sandgerðis9.1
9Þorgeir VerHalldórssonGolfklúbbur Suðurnesja9.2
10KáriTryggvasonGolfklúbbur Mosfellsbæjar9.9
11JóhannUnnsteinssonGolfklúbbur Hellu10.2
12Kristinn ÞórirKristjánssonGolfklúbburinn Keilir10.7
13EggertEggertssonNesklúbburinn10.8
14Guðmundur ViktorGústafssonGolfklúbbur Hólmavíkur17.1

Í flokki +65 ára kvenna voru 9 keppendur.

Lægsta forgjöf flokksins var 7.7 en sú hæsta 15.5.

FornafnEftirnafnKlúbburForgjöf
1SteinunnSæmundsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur7.7
2María MálfríðurG GuðnadóttirGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar8
3GuðrúnGarðarsGolfklúbbur Reykjavíkur9.8
4Jóhanna RíkeySigurðardóttirGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar12.2
5ÞyríValdimarsdóttirNesklúbburinn12.6
6ElísabetBöðvarsdóttirGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar13.8
7Ágústa DúaJónsdóttirNesklúbburinn14.5
8OddnýSigsteinsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur15
9Hanna BáraGuðjónsdóttirGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar15.5

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ