GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Korpubikarinn í samvinnu við First Water hefst föstudaginn 18. júlí á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Mótið er fimmta mót tímabilsins á GSÍ mótaröðinni og verða leiknar 54 holur eða þrír keppnishringir á þremur dögum. 

Smelltu hér fyrir stöðuna

Fyrsti keppnisdagur:

Skorið á fyrsta keppnisdegi var frábært. Veður og aðstæður buðu upp á gott skor, hlýtt var allan daginn og vindur lítill sem enginn. Kylfingar nýttu sér tækifærið, en 31 kylfingur lék fyrsta hringinn undir pari.

Kvennaflokkurinn fór fyrstur út í morgun, en í fyrsta holli voru Hekla Ingunn Daðadóttir, Karen Lind Stefánsdóttir og Þóra Sigríður Sveinsdóttir.

Meðalskor kvenna voru 75.14 högg, 38.13 á fyrri níu holunum og 37.01 á seinni.

Heiðrún Anna Hlynsdóttir lék best, en hún kom í hús á 66 höggum, eða sex undir pari. Heiðrún fékk sjö fugla og einn skolla á hringnum, og þ.á.m. fjóra fugla á síðustu fimm holunum. Þetta er fjórða mót Heiðrúnar á tímabilinu, en Selfyssingurinn hefur unnið öll þau mót sem hún hefur leikið í hingað til.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir er önnur eftir flottan hring upp á 68 högg. Eftir tvo fugla á fyrstu tveimur holunum spilaðist hringurinn nokkuð þægilega fyrir Perlu. Þrír fuglar í röð frá fjórtándu holu reyndust henni mikilvægir, og verður gaman að fylgjast með einvígi landsliðskylfinganna um helgina.

Auður Bergrún Snorradóttir lék einnig vel og kláraði á 70 höggum. Hún var á tímabili fimm undir pari, en þrefaldur skolli á sextándu holunni reyndist dýr.

Alls voru sex kylfingar í kvennaflokki undir pari í dag, og stefnir allt í hörku baráttu um efstu þrjú sætin.

Staðan í kvennaflokki

Í karlaflokki var meðalskor fyrsta hrings um 72.8 högg. 25 kylfingar spiluðu hringinn undir pari, og reyndust fyrri níu holurnar tæpu höggi léttari en þær seinni. Völlurinn er par 71 hjá körlum en par 72 hjá konum. Munurinn liggur í sextándu holunni, sem er par 4 af öftustu teigum, en par 5 fyrir aðra.

Dagbjartur Sigurbrandsson lék best allra í dag, en hann kláraði á 64 höggum, sjö undir pari vallar. Dagbjartur fékk átta fugla og einn skolla á hringnum, en enginn fékk fleiri fugla en Dagbjartur í dag. Þetta er fyrsta mót Dagbjarts á mótaröðinni í sumar, en hann lauk háskólanámi í Bandaríkjunum fyrr í sumar og hefur verið að leika mikið erlendis.

Höggi á eftir Dagbjarti var Andri Már Guðmundsson á 65 höggum. Andri fékk örn, fimm fugla og einn skolla í dag. Hann var einn af tólf kylfingum sem fengu örn á elleftu holuna í dag, en alls fengust sextán ernir á vellinum.

Róbert Leó Arnórsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Birgir Björn Magnússon eru jafnir í þriðja sæti á fimm undir pari. Birgir var eini kylfingurinn sem fékk engan skolla í dag, en sex kylfingar fengu einn.

Staðan í karlaflokki

Ljóst er að mótið mun bjóða upp á góð skor, völlurinn er flottur og margir verða í baráttu um verðlaunasæti. Við munum fylgjast með mótinu hér á golf.is og á miðlum GSÍ yfir helgina.

Annar keppnisdagur:

Spilamennskan á öðrum degi Korpubikarsins var enn á ný frábær.

Í karlaflokki er mikil spenna á toppnum. Efsti maður stigalistans, Tómas Eiríksson Hjaltested, leiðir með tveimur höggum eftir vallarmet á Korpúlfsstaðavelli í dag. Tómas lék hringinn á 62 höggum, níu undir pari, fékk einn skolla og tíu fugla. Hann kórónaði góða spilamennsku sína með frábæru pútti á 18. flötinni. Tómas hefur leikið frábærlega í sumar og hefur verið í efstu 5 sætunum á öllum mótum sumarsins. Hann hefur þó ekki sigrað í sumar, og stefnir líklega að því að sækja fyrsta sigur sumarsins á heimavelli á morgun.

Vallarmetið

Jafnir í öðru sæti eru þeir Dagbjartur Sigurbrandsson og Kristófer Orri Þórðarson. Dagbjartur leiddi mótið eftir fyrsta keppnisdag og hélt góðri spilamennsku sinni áfram í dag með hring upp á 68 högg. Kristófer lék enn betur í dag, fékk sex fugla og tapaði ekki höggi á vegferð sinni að 65 höggum. Kristófer naut mikils stuðnings áhorfenda, sem fengu heldur betur sýningu á Korpúlfsstöðum í dag.

Ekkert verður gefið eftir á morgun, og verður spennandi að fylgjast með lokakafla mótsins í karlaflokki.

Staðan eftir annan dag

Í kvennaflokki hefur Heiðrún Anna Hlynsdóttir skilið sig frá hópnum með ótrúlegri spilamennsku. Eftir að hafa leikið sex undir pari á fyrsta keppnisdegi fylgdi hún því eftir með hring upp á 67 högg í dag, fimm undir pari. Heiðrún fékk fimm fugla og engan skolla á hringnum, en enginn keppandi hefur tapað færri höggum en Heiðrún í mótinu. Ellefu undir pari í heildina og leiðir mótið með níu höggum. Með sigri hefur Heiðrún tryggt sér stigameistaratitilinn og unnið sitt fjórða mót á tímabilinu.

Í öðru sæti er Elsa Maren Steinarsdóttir á tveimur höggum undir pari. Elsa hefur leikið vel í mótinu, og spilað báða sína hringi á 71 höggi. Enginn keppandi hefur fengið fleiri pör í mótinu en Elsa, alls 28.

Perla Sól og Karen Lind eru jafnar í þriðja sæti á einum yfir pari, en stutt er í næstu kylfinga þar á eftir. Baráttan um verðlaunasætin gæti því orðið mjög spennandi á morgun.

Staðan eftir annan dag

Keppendahópurinn er gríðarlega sterkur, en mótið er það síðasta fyrir Íslandsmótið í golfi.

Smelltu hér fyrir stöðuna

Smelltu hér fyrir rástíma

Í karlaflokki eru 64 keppendur. Þar er meðalforgjöf keppenda +1.16, lægsta forgjöfin er +5.6 og hæsta forgjöfin er 4.3. Í karlaflokki eru 45 keppendur með 0 eða lægra í forgjöf.

Landsliðskylfingarnir Dagbjartur Sigurbrandsson, Tómas Eiríksson Hjaltested, Böðvar Bragi Pálsson og Logi Sigurðsson eru allir á meðal þátttakenda og mæta ferskir úr Evrópumótinu, sem fór fram um síðustu helgi. Tómas er efsti kylfingur stigalistans og stefnir að því að styrkja stöðu sína fyrir Íslandsmótið. Ríkjandi Íslandsmeistarinn í golfi, Aron Snær Júlíusson er einnig á meðal keppenda, sem og atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

Í kvennaflokki eru 24 keppendur. Meðalforgjöfin er 1.88, lægsta forgjöfin er +3.1 en sú hæsta er 5.6.

Landsliðskylfingarnir Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Heiðrún Anna Hlynsdóttir og Elsa Maren Steinarsdóttir eru á meðal keppenda. Þetta er fyrsta mót Perlu á mótaröðinni í sumar, en hún er á leið í háskólagolfið í Bandaríkjunum eftir tímabilið. Heiðrún Anna hefur unnið öll þrjú mótin sem hún hefur spilað á í sumar, og hyggst bæta því fjórða í safnið um helgina. Ragnhildur Sigurðardóttir, margfaldur Íslandsmeistari í golfi, er einnig á meðal keppenda.

Keppendur eru alls 88, og koma þeir frá 9 klúbbum víðsvegar af landinu.

GR er með flesta eða 33 alls, GK og GKG eru báðir með 12 keppendur. Sex klúbbar eru með keppendur í kvenna- og karlaflokki.

KlúbburKonurKarlarSamtals
1GHG011
2GK3912
3GKG5712
4GL011
5GM459
6GOS257
7GR92433
8GS189
9NK044
FornafnEftirnafnKlúbburForgjöf
1Perla SólSigurbrandsdóttirGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar+3.1
2Heiðrún AnnaHlynsdóttirGolfklúbbur Selfoss+2.1
3Auður BergrúnSnorradóttirGolfklúbbur Mosfellsbæjar+0.5
4Elsa MarenSteinarsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur+0.2
5RagnhildurSigurðardóttirGolfklúbbur Reykjavíkur0.3
6Fjóla MargrétViðarsdóttirGolfklúbbur Suðurnesja0.3
7Heiða RakelRafnsdóttirGolfklúbbur Mosfellsbæjar0.9
8Guðrún BirnaSnæþórsdóttirGolfklúbburinn Keilir1
9MariannaUlriksenGolfklúbburinn Keilir1
10BerglindBjörnsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur1.2
11Una KarenGuðmundsdóttirGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar1.2
12Karen LindStefánsdóttirGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar1.3
13Þóra SigríðurSveinsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur1.4
14Embla HrönnHallsdóttirGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar2
15Ninna ÞóreyBjörnsdóttirGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar2.3
16ÁsdísValtýsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur2.3
17Nína MargrétValtýsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur2.7
18AuðurSigmundsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur3.3
19Margrét JónaEysteinsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur4
20Erla RúnKaaberGolfklúbbur Selfoss4
21Tinna AlexíaHarðardóttirGolfklúbburinn Keilir5.2
22Hekla IngunnDaðadóttirGolfklúbbur Mosfellsbæjar5.5
23Gabríella NeemaStefánsdóttirGolfklúbbur Mosfellsbæjar5.5
24Karitas LífRíkarðsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur5.6
FornafnEftirnafnKlúbburForgjöf
1DagbjarturSigurbrandssonGolfklúbbur Reykjavíkur+5.6
2Tómas EiríkssonHjaltestedGolfklúbbur Reykjavíkur+5.4
3Guðmundur ÁgústKristjánssonGolfklúbbur Reykjavíkur+4.9
4Jóhann FrankHalldórssonGolfklúbbur Reykjavíkur+4.5
5Sigurður BjarkiBlumensteinGolfklúbbur Reykjavíkur+4.4
6Aron EmilGunnarssonGolfklúbbur Selfoss+4.4
7Aron SnærJúlíussonGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar+4
8Sveinn AndriSigurpálssonGolfklúbbur Suðurnesja+4
9Daníel ÍsakSteinarssonGolfklúbburinn Keilir+4
10Arnór IngiFinnbjörnssonGolfklúbbur Reykjavíkur+3.7
11JóhannesGuðmundssonGolfklúbbur Reykjavíkur+3.7
12Kristófer OrriÞórðarsonGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar+3.7
13Andri ÞórBjörnssonGolfklúbbur Reykjavíkur+3.5
14Hákon ÖrnMagnússonGolfklúbbur Reykjavíkur+3.3
15Svanberg AddiStefánssonGolfklúbburinn Keilir+3.3
16Böðvar BragiPálssonGolfklúbbur Reykjavíkur+3.2
17Ragnar MárGarðarssonGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar+2.8
18Breki GunnarssonArndalGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar+2.7
19LogiSigurðssonGolfklúbbur Suðurnesja+2.6
20Arnór TjörviÞórssonGolfklúbbur Reykjavíkur+2.6
21Birgir BjörnMagnússonGolfklúbburinn Keilir+2.5
22Elvar MárKristinssonGolfklúbbur Reykjavíkur+2.4
23Páll BirkirReynissonGolfklúbbur Reykjavíkur+2.4
24Róbert LeóArnórssonGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar+2.3
25Kristófer KarlKarlssonGolfklúbbur Mosfellsbæjar+2.2
26Andri MárÓskarssonGolfklúbbur Selfoss+2.2
27Hjalti HlíðbergJónassonGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar+1.9
28Ólafur MarelÁrnasonNesklúbburinn+1.8
29Róbert SmáriJónssonGolfklúbbur Suðurnesja+1.7
30Pétur ÞórJaideeGolfklúbbur Suðurnesja+1.4
31Viktor IngiEinarssonGolfklúbbur Reykjavíkur+1.2
32Kjartan ÓskarGuðmundssonNesklúbburinn+1.1
33Björn ViktorViktorssonGolfklúbbur Reykjavíkur+1
34Einar BjarniHelgasonGolfklúbbur Reykjavíkur+0.9
35BjörgvinSigmundssonGolfklúbbur Suðurnesja+0.9
36Ingi ÞórÓlafsonGolfklúbbur Mosfellsbæjar+0.8
37Heiðar SnærBjarnasonGolfklúbbur Selfoss+0.6
38AxelÁsgeirssonGolfklúbbur Reykjavíkur+0.6
39Tómas HugiÁsgeirssonGolfklúbburinn Keilir+0.5
40Tristan FreyrTraustasonGolfklúbburinn Leynir+0.4
41Andri MárGuðmundssonGolfklúbbur Mosfellsbæjar+0.2
42HalldórJóhannssonGolfklúbburinn Keilir+0.1
43Birkir ThorKristinssonGolfklúbburinn Keilir0
44Daníel BrekiSverrissonGolfklúbburinn Keilir0
45Halldór ViðarGunnarssonGolfklúbbur Reykjavíkur0.1
46Bjarni FreyrValgeirssonGolfklúbbur Reykjavíkur0.1
47Skarphéðinn EgillÞórissonNesklúbburinn0.1
48HjaltiJóhannssonGolfklúbburinn Keilir0.2
49Máni PállEiríkssonGolfklúbbur Selfoss0.4
50Arnór DaðiRafnssonGolfklúbbur Mosfellsbæjar0.6
51Fannar IngiSteingrímssonGolfklúbbur Hveragerðis0.6
52Kristinn SölviSigurgeirssonGolfklúbbur Selfoss0.9
53Stefán ÞórHallgrímssonGolfklúbbur Mosfellsbæjar1
54Karl OttóOlsenGolfklúbbur Reykjavíkur1.1
55JóhannesSturlusonGolfklúbbur Reykjavíkur1.2
56Guðmundur FreyrSigurðssonGolfklúbbur Suðurnesja1.3
57Óliver MániSchevingGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar1.6
58Þorsteinn BrimarÞorsteinssonGolfklúbbur Reykjavíkur1.6
59Víkingur ÓliEyjólfssonGolfklúbburinn Keilir2
60Kjartan SigurjónKjartanssonGolfklúbbur Reykjavíkur2.7
61Gunnar ÞórðurJónassonGolfklúbbur Reykjavíkur3.3
62Stefán JúlíanSigurðssonGolfklúbbur Suðurnesja3.9
63Benedikt SveinssonBlöndalNesklúbburinn4.1
64RagnarOlsenGolfklúbbur Suðurnesja4.3

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ