Golfdagurinn á Sauðárkróki fór fram sunnudaginn 13. júlí í Golfklúbbi Skagafjarðar.
Mæting var góð og veðrið lék við þátttakendur. Boðið var upp á skemmtilega kynningu á grunnatriðum íþróttarinnar. Að dagskrá lokinni var gestum Golfdagsins boðið í grill við klúbbhúsið, og þeim færðar gjafir frá KPMG og GSÍ.
Þetta var síðasti Golfdagur sumarsins, en verkefnið hefur heppnast vel. Viðburðirnir eru ætlaðir fyrir alla fjölskylduna og eru frábært tækifæri til að kynnast golfíþróttinni. Klúbbarnir og aðstandendur hafa tekið vel á móti fólki, og mikil ánægja verið á hverju svæði.
























