GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Ára
Auglýsing

Evrópumót kvenna, karla, stúlkna – og pilta hefjast þriðjudaginn 8. júlí. Ísland er með lið í öllum fjórum mótunum.

Evrópumót pilta fer fram í Ungverjalandi og leikur piltaliðið í 2. deild. Níu sveitir mætast á Zala Springs Golf Resort vellinum í Ungverjalandi.

Fyrirkomulag mótsins er tveggja daga höggleikur og þriggja daga holukeppni. Leikinn er 36 holu höggleikur fyrstu tvo keppnisdagana. Fimm af sex bestu skorunum telja í höggleiknum og því mikilvægt fyrir alla að skila inn góðri frammistöðu. Síðustu 3 daga mótsins er útsláttarkeppni. Efstu lið mótsins fara upp í efstu deild, sem er að sjálfsögðu markmið okkar manna. 

Íslenska piltalandsliðið hafnaði í 4. sæti höggleiksins eftir flotta spilamennsku. Markús Marelsson leiddi liðið og lék næstbest allra kylfinga mótsins. Hann kom í hús á fimm höggum undir pari, fékk fimm fugla, örn og tvo skolla. 

Liðið leikur gegn pólsku sveitinni um sæti í undanúrslitum mótsins. Þar bíður ítalska sveitin, sem lék best allra í höggleiknum. 

Fyrir hádegi eru leiknir tveir leikir í fjórmenning, og eftir hádegi eru fimm leikir í tvímenning. Arnar Daði og Gunnar Þór mynda fyrra teymið í fyrramálið og Guðjón Frans og Markús það seinna.

Hér má sjá stöðu leiksins

Strákarnir sigurðu leikinn 4-3 eftir hetjulega baráttu. Ólíver Elí tryggði sigurinn með frábærum sigri í bráðabana. 

Með sigrinum tryggðu strákarnir sér sæti í undanúrslitum mótsins, þar sem lið Ítalíu beið þeirra. Ítalir sigruðu höggleikinn og voru fyrir mótið taldir líklegir til afreka.

Leiknum lauk með 5-2 sigri Ítala. Guðjón Frans og Arnar Daði sigruðu leik sinn í fjórmenning, og Markús Marelsson hélt áfram góðri spilamennsku sinni og sigraði leik sinn í tvímenning. Ítalir því áfram í úrslit, og íslenska liðið á leiðinni í leik um bronsið. 

Sigur er mikilvægur í síðasta leiknum, en efstu þrjú lið mótsins leika í efstu deild á næsta ári.

 

 

Þar mætti íslenska liðið því pólska á nýjan leik. Leikurinn fór vel af stað og komst íslenska liðið 2-0 yfir. Sigrarnir komu úr báðum fjórmennings viðureignunum, en sigrarnir voru aldrei í hættu.

Piltarnir þurftu því að sækja tvö stig af fimm mögulegum í tvímenning eftir hádegi. Gunnar Þór sótti fyrsta stigið með öruggum 5/4 sigri í sinni viðureign. 

Þeir fjórir leikir sem eftir voru reyndust gífurlega jafnir, og hefðu getað dottið öðru hvoru megin. Okkar menn sýndu mikinn kjark á lokakaflanum. Markús Marelsson skilaði liðinu hálfu stigi, en það var Arnar Daði Svavarsson sem sigldi sigrinum heim með sigri á 18. holunni. 

3. sætið í hús og piltaliðið leikur í efstu deild á næsta ári! Flottir.

Íslensku liðin í æfingabúðum fyrir EM

 

Evrópumót pilta 8.-12. júlí í Ungverjalandi

Smelltu hér fyrir stöðuna hjá piltunum:

Nánar um mótið hér:

Sveit Íslands skipa:

Arnar Daði Svavarsson, GKG
Guðjón Frans Halldórsson, GKG
Gunnar Þór Heimisson, GKG
Hjalti Kristján Hjaltason, GM
Markús Marelsson, GK
Óliver Elí Björnsson, GK

Þjálfari: Andri Þór Björnsson
Sjúkraþjálfari: Bjarni Már Ólafsson

Hjalti Kristján

 

Zala Springs Resort völlurinn er hannaður af hinum virta golfvallahönnuði Robert Trent Jones Jr. Völlurinn, sem er par 72 og spannar 6.351 metra, fellur fallega inn í umhverfið þar sem vínakrar og vötn umlykja svæðið.

Við munum fylgjast með gengi okkar kylfinga á öllum helstu miðlum GSÍ, fylgist með.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ