GSÍ fjölskyldan
Ára
Auglýsing

Evrópumót kvenna, karla, stúlkna – og pilta hefjast þriðjudaginn 8. júlí. Ísland er með lið í öllum fjórum mótunum.

Evrópumót pilta fer fram í Ungverjalandi og leikur piltaliðið í 2. deild. Níu sveitir mætast á Zala Springs Golf Resort vellinum í Ungverjalandi.

Fyrirkomulag mótsins er tveggja daga höggleikur og þriggja daga holukeppni. Leikinn er 36 holu höggleikur fyrstu tvo keppnisdagana. Fimm af sex bestu skorunum telja í höggleiknum og því mikilvægt fyrir alla að skila inn góðri frammistöðu. Síðustu 3 daga mótsins er útsláttarkeppni. Efstu lið mótsins fara upp í efstu deild, sem er að sjálfsögðu markmið okkar manna. 

Íslensku liðin í æfingabúðum fyrir EM

 

Evrópumót pilta 8.-12. júlí í Ungverjalandi

Smelltu hér fyrir stöðuna hjá piltunum:

Nánar um mótið hér:

Sveit Íslands skipa:

Arnar Daði Svavarsson, GKG
Guðjón Frans Halldórsson, GKG
Gunnar Þór Heimisson, GKG
Hjalti Kristján Hjaltason, GM
Markús Marelsson, GK
Óliver Elí Björnsson, GK

Þjálfari: Andri Þór Björnsson
Sjúkraþjálfari: Bjarni Már Ólafsson

Hjalti Kristján

 

Zala Springs Resort völlurinn er hannaður af hinum virta golfvallahönnuði Robert Trent Jones Jr. Völlurinn, sem er par 72 og spannar 6.351 metra, fellur fallega inn í umhverfið þar sem vínakrar og vötn umlykja svæðið.

Við munum fylgjast með gengi okkar kylfinga á öllum helstu miðlum GSÍ, fylgist með.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ