Annað mót Unglingamótaraðarinnar og fyrsta mót Golf 14 fara fram 23.-25. maí á Kirkjubólsvelli í Sandgerði
Golfklúbbur Sandgerðis er framkvæmdaraðili mótsins sem er hluti af Unglingamótaröð GSÍ og Golf 14.
Unglingamótaröðin
Mótið fer fram dagana 23.-25. maí í flokki 15-18 ára og leikinn er 54 holu höggleikur án forgjafar. Að loknum 36 holum skal leikmönnum fækkað þannig að 70% leikmanna sem eru með besta skor í hvorum flokki halda áfram keppni.
Allar upplýsingar og skráningu má finna í hlekk hér að neðan
Golf 14
Mótið fer fram dagana 24.-25. maí í nokkrum flokkum.
- 14 ára og yngri 36 holur – leika 18 holur á laugardegi og 18 holur á sunnudegi
- 14 ára og yngri 9 holur – leika 9 holur á sunnudegi
- 12 ára og yngri 9 holur – leika 9 holur á sunnudegi
Allar upplýsingar og skráningu má finna í hlekk hér að neðan
Í Unglingamótaröðinni eru 80 keppendur frá 11 klúbbum. GKG sendir flesta kylfinga, alls 20, í mótið
Klúbbur | Stúlkur | Piltar | Samtals |
GA | 3 | 6 | 9 |
GK | 5 | 9 | 14 |
GKG | 9 | 11 | 20 |
GL | 0 | 5 | 5 |
GM | 4 | 5 | 9 |
GOS | 1 | 0 | 1 |
GR | 5 | 8 | 13 |
GS | 1 | 2 | 3 |
GSE | 2 | 0 | 2 |
GV | 1 | 0 | 1 |
NK | 0 | 3 | 3 |
Í Golf 14 eru 70 keppendur frá 10 klúbbum. GKG sendir einnig flesta í það mót, eða 15.
Klúbbur | Stúlkur | Drengir | Samtals |
GA | 1 | 4 | 5 |
GB | 0 | 1 | 1 |
GHD | 0 | 1 | 1 |
GK | 6 | 8 | 14 |
GKG | 4 | 11 | 15 |
GM | 4 | 5 | 9 |
GO | 3 | 2 | 5 |
GR | 1 | 9 | 10 |
GVS | 0 | 1 | 1 |
NK | 1 | 8 | 9 |