/

Deildu:

Auglýsing

Golfsamband Íslands er 75 ára á þessu ári og af því tilefni var haldinn afmælisfagnaður í Oddfellowhúsinu s.l. laugardag.

GSÍ er elsta sérsambandið í röðum ÍSÍ. Tíu menn hittust í golfskála Golfklúbbs Íslands í Öskjuhlíðinni þann 14. ágúst 1942. Á þeim fundi var formlega stofnað samband þeirra þriggja golfklúbba sem þá voru í landinu. Golfklúbbur Íslands í Reykjavík, Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúbbur Vestmannaeyja stóðu sameiginlega að stofnun Golfsambands Íslands.

Edwin Roald var veislustjóri og stýrði hann veislunni af myndarbrag. Sérstakur gestur kvöldsins var Charles Harrison frá R&A í Skotlandi.

Hann færið GSÍ góða kveðjur frá æðsta sambandi golfíþróttarinnar í Evrópu í skemmtilegri ræðu. GSÍ fékk fjölmargar kveðjur í tilefni 75 ára afmælisins. Lárus Blöndal forseti ÍSÍ kom færandi hendi ásamt Ólafi William Hand frá Eimskip sem hefur verið helsti samstarfsaðili GSÍ undanfarin ár.

Félags- og jafnréttismálaráðherra Íslands, Þorsteinn Víglundsson, bar fyrir góðar kveðjur frá ríkisstjórn Íslands. Bróðir hans, Björn Víglundsson, formaður GR steig einnig í pontu og færði GSÍ bestu kveðjur frá fjölmennasta golfklúbbi landsins.


Sérstakur gestur kvöldsins var Charles Harrisson frá R&A í Skotlandi. Hann færði Hauki Erni Birgissyni forseta GSÍ gjöf í tilefni 75 ára afmælis GSÍ.

Björn Víglundsson formaður GR.
Félags og velferðarráðherra, Þorsteinn Víglundsson.
Ólafur William Hand frá Eimskip kom færandi hendi fyrir hönd helsta samstarfsaðila GSÍ.
Lárus Blöndal forseti ÍSÍ færi GSÍ gjöf í tilefni 75 ára afmælisins.

Charles Harrisson frá R&A í Skotlandi.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ