GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Kvenna- og karlalandslið Íslands 50 ára og eldri keppa á Evrópumótum landsliða dagana 2.-6. september.

Kvennaliðið keppir á Spáni og karlaliðið í Austurríki. Leiknir eru tveir höggleikshringir á fyrstu tveimur keppnisdögunum og liðunum raðað í riðla út frá úrslitum höggleiksins.

Aðeins áhugakylfingar eru með keppnisrétt í þessum landsliðsverkefnum.

Kvennalið Íslands er þannig skipað:

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á EM +50 kvenna.

Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG
Þórdís Geirsdóttir, GK
Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK
Júlíana Guðmundsdóttir, GR
Írunn Ketilsdóttir, GM
Steinunn Sæmundsdóttir, GR

Leikið er á Pula Golf Resort svæðinu á Majorka.

Íslenska liðið endaði í 16. sæti höggleiksins. Júlíana Guðmundsdóttir lék best, á 83 og 80 höggum, og varð 57. í einstaklingskeppninni.

Liðið mun því leika um 9.-16. sæti mótsins, og mætir Skotlandi í fyrsta leik.

Karlalið Íslands er þannig skipað:

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á EM + 50 karla:

Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS
Ólafur Hreinn Jóhannesson, GSE
Sturla Ómarsson, GKB
Frans Páll Sigurðsson, GSE
Sigurbjörn Þorgeirsson, GFB
Tryggvi Valtýr Traustason, GSE

Karlaliðið keppir á Diamond CC vellinum í Austurríki. Völlurinn er par 72 og rétt fyrir utan Vínarborg. Mikið vatn einkennir völlinn líkt og sést á mynd hér að neðan.

Völlurinn glæsilegi

Íslenska karlaliðið hafnaði í 18. sæti höggleiksins. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson lék hringina tvo best, en hann spilaði þá á fjórtán höggum yfir pari.

Íslenska liðið leikur í C riðli mótsins, og getur best endað í 17. sæti. Fyrsti leikur liðsins er gegn Portúgal.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ