Jóhannes Ármannsson og Ómar Friðriksson.
Auglýsing

Frétt af heimasíðu GR: 

Eins og fram kom í síðustu frétt okkar um vinavelli sögðumst við kynna þriðja völlinn fyrir komandi sumar í dag, föstudaginn 12. febrúar. Það er okkur sönn ánægja að tilkynna ykkur Hamarsvöll í Borgarnesi sem þriðja vinavöll sumarsins 2016. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem félagsmenn GR geta leikið Hamarsvöll sem vinavöll því góð samvinna var á milli klúbbanna á árunum 2007 til 2009.

Að venju gilda sömu reglur á Hamarsvelli eins og öðrum vinavöllum GR sumarið 2016. Félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur greiða kr. 1600 í vallargjald í hvert sinn er þeir leika Hamarsvöll og skiptir ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18 holur. Áður en leikur hefst skulu félagar framvísa félagsskírteini og greiða vallargjald í afgreiðslu. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d fyrirtækjamót.

Útbúinn verður bókunarlinkur á síðu GR á www.golf.is undir rástímar – vellir.

Með þessari frétt hefur Golfklúbbur Reykjavíkur tilkynnt þrjá vinavelli fyrir komandi sumar en þeir eru Hústóftarvöllur Grindavík, Garðavöllur Akranesi og nú Hamarsvöllur í Borgarnesi. Fjórði vinavöllur tímabilsins verður kynntur í næstu viku.

Mynd: Jóhannes Ármannsson, framkvæmdarstjóri GB og Ómar Örn Friðriksson, framkvæmdarstjóri GR við undirritun samnings.

Kær kveðja,
Golfklúbbur Reykjavíkur

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ