GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Kiðjabergsvöllur var útnefndur „Besti golfvöllur Íslands árið 2025“ hjá World Golf Awards, en þetta er í 12. skipti sem verðlaunin eru veitt. Þetta er annað árið í röð sem völlurinn hlýtur titilinn.

Tilnefndir voru:

  • Kiðjabergsvöllur, GKB
  • Jaðarsvöllur, GA
  • Garðavöllur, GL
  • Hvaleyrarvöllur, GK
  • Urriðavöllur, GO
  • Grafarholtsvöllur, GR
  • Hólmsvöllur, GS
  • Vestmannaeyjavöllur, GV

World Golf Awards eru hluti af World Travel Awards™, sem stofnað var árið 1993 til að viðurkenna og verðlauna framúrskarandi árangur í ferða- og þjónustugeiranum um allan heim.

„Það er ótrúlega ánægjulegt að sjá Kiðjabergsvöll hljóta þessa viðurkenningu annað árið í röð. Verðlaunin eru staðfesting á því að vinnan sem lögð hefur verið í völlinn skilar sér bæði faglega og í upplifun þeirra sem spila hann. Vallarstarfsmenn GKB hafa unnið af mikilli ástríðu og metnaði og þetta er sameiginlegur sigur okkar allra“ segir Þórður Rafn Gissurarson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kiðjabergs í tilkynningu frá klúbbnum.

„Við erum ótrúlega þakklát fyrir þennan heiður. Að vera kjörinn besti golfvöllur Íslands árið 2025, og það annað árið í röð, er gífurleg viðurkenning fyrir allt það ómetanlega starf sem hefur verið unnið á Kiðjabergi í fjölda ára. Sjálfboðaliðar, starfsfólk og stuðningsfólk klúbbsins hafa allir lagt sitt af mörkum. Án þeirra væri þetta ekki mögulegt. Þessi viðurkenning hvetur okkur áfram til að halda áfram á sömu braut og gera völlinn enn betri“ að sögn Guðmundar Ásgeirssonar, formanns Golfklúbbs Kiðjabergs.

Völlurinn

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ