Site icon Golfsamband Íslands

Vorgleði LEK fer fram á Korpúlfsstaðavelli 25. maí – skráning stendur yfir

Frá Íslandsmóti eldri kylfinga á Garðavelli 2016. LEK.

Vorgleði LEK fer fram 25. maí á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.

Keppnisskilmálar

 1. Mótið er opið LEK mót, punktakeppni með forgjöf. Leikinn er parakeppni betri bolti, þ.e. aðeins skor betri leikmanns telur á hverri holu. Við útfyllingu skorkorts skal fylla inn skor beggja leikmanna og punktafjölda þeirra með forgjöf. Aðeins betri boltinn telur á hverri holu. Hæst er gefin forgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum.
 2. Dagskrá:
  7:00-7:45. Kaffi og rúnstykki.
  7:30-7:45. Skorkort afhent.
  08:00. Ræst út samtímis af öllum teigum.
  12:40-13:30 . Súpa og brauð á efri hæð Korpu.
  Kynning á sumarstarfi LEK
  Stutt kynning á helstu breytingum á golfreglunum.
  Verðlaunaafhending.

Verð 6.400 á mann.

Innifalið: Kaffi og rúnstykki fyrir leik og súpa og brauð að leik loknum.

Fjöldi verðlauna. Nándarverðlaun eru veitt fyrir að vera næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3 brautum vallarins. Einnig eru veitt verðlaun fyrir lengstu teighögg á 8. braut, bæði í karla og kvennaflokki. Dregið verður úr skorkortum viðstaddra að móti loknu.

Hámarkstími á umferð er 4 klst. og 30 mín.

Smelltu hér til að skrá þig:

Nefndin/LEK

Exit mobile version