Golfdagurinn í Stykkishólmi fór fram sunnudaginn 22. júní í Golfklúbbnum Mostra. Þar var ýmislegt í boði fyrir gesti.
Um er að ræða samstarfsverkefni sem GSÍ, KPMG, PGA á Íslandi og GMS standa að.
Mætingin í Stykkishólmi var flott, bjart var yfir svæðinu og golfvöllurinn fallegur. Boðið var upp á skemmtilega kynningu á grunnatriðum íþróttarinnar. Að dagskrá lokinni var gestum Golfdagsins boðið í grill við klúbbhúsið, og þeim færðar gjafir frá KPMG og GSÍ.
Næsti Golfdagurinn er á Sauðárkróki þann 13. júlí, og við vonumst til að sjá sem flesta þar!
Viðburðirnir eru ætlaðir fyrir alla fjölskylduna og eru frábært tækifæri til að kynnast golfíþróttinni.




